Thorsarar
Thorsararnir eða Thorsfjölskyldan var notað um Thor Jensen, konu hans Margréti Þorbjörgu Kristjánsdóttur og 11 börn þeirra. Thor var mjög umsvifamikill athafnamaður og átti Kveldúlf útgerðarfélag, eitt stærsta fyrirtæki landsins. Synir hans stjórnuðu fyrirtækinu, Ólafur Thors (1892-1964), seinna forsætisráðherra Íslands, Richard Thors (1888-1970), Kjartan Thors (1890-1971) og Thor Thors (1903-1965), seinna sendiherra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
Fjölskyldan var alla tíð mjög tengd Sjálfstæðisflokknum. Ólafur Thors var formaður hans í 27 ár, og notuðu andstæðingar flokksins þessa nafngift oft í háði eða neikvæðri merkingu. Nafnið Thors var tekið upp af systkinunum að eigin frumkvæði fyrst af Kjartani í ágúst 1912, svo Richard í mars 1913, Ólafur í september, Haukur 1915, Kristín 1918, og Kristjana, Margrét, Thor, Lorentz og Hilmar 1920.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Guðmundur Magnússon. Thorsararnir. bls 66
Heimild
breyta- Guðmundur Magnússon (2006). Thorsararnir: auður - völd - örlög. Almenna bókafélagið. ISBN 9979219912.