Ólivínbasalt tilheyrir basalti.

Lýsing breyta

Það er dulkornótt eða fínkornótt, gráleitt þegar það er ferskt grágrýti en dökknar við ummyndun og morknar sundur við veðrun. Ólivín er oft mjög greinilegt. Blöðrur mynda oft rákir frá hraunbotni og upp eftir berginu. Blöðrurákir í berginu geta verið grófkristallað og eru frumsteindirnar auðveldar að sjá með berum augum. Nokkuð er af zeólítum en ekki kvarssteinum.

Uppruni og útbreiðsla breyta

Algengt gosberg myndar bæði beltótt og einföld hraun eða hraunlög. Beltunin sést best í dynjuhraunum. Reykjavíkurgrágrýtið er ólivínbasalt, einnig finnst það í hömrum Ásbyrgis og í veggjum Almannagjáar. Fornt, smávegis ummyndað ólivínbasalt er meginefni fjallanna beggja vegna Ljósavatnsskarðs og auðrekjanlegar syrpur eru framan í Múlafjalli í Hvalfirði.

Ólivínbasalt er talið myndast við hlutbráðnun úr möttulbergi eða við hlutkristöllun úr píkríti uppi í skorpunni.

Heimild breyta

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2