Thomas Gibson (fæddur Thomas Ellis Gibson, 3. júlí 1962) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Chicago Hope, Dharma & Greg og Criminal Minds.

Thomas Gibson
Thomas Gibson á tökustað Criminal Minds
Thomas Gibson á tökustað Criminal Minds
Upplýsingar
FæddurThomas Ellis Gibson
3. júlí 1962 (1962-07-03) (62 ára)
Ár virkur1987 -
Helstu hlutverk
Dr. Daniel Nyland í Chicago Hope
Greg Montgomery í Dharma & Greg
Aaron Hotchner í Criminal Minds

Einkalíf

breyta

Gibson er fæddur og uppalinn í Charleston í Suður-Karólínu. Leiklistarferill Gibsons byrjaði þegar hann var níu ára í Little Theater School áður en hann gerðist meðlimur Young Charleston Theater Company og The Footlight Players.[1] Gibson stundaði nám við Charleston háskólann, ásamt því að vera nemi við Alabama Shakespeare Festival. Gibson yfirgaf háskólann eftir aðeins hálft annað ár, eftir að hafa fengið skólastyrk til þess að stunda nám við Julliard skólann og útskrifaðist þaðan með B.A.-gráðu árið 1985.

Gibson giftist Christine Gibson árið 1993 og saman eiga þau þrjú börn en þau búa í San Antonio í Texas.[2]

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Gibson kom fyrst fram í leikritinu A Map of the World hjá New York Shakespeare Festival. Gibson kom einnig fram í hlutverkum við Circle in the Square og Joseph Papps Shakespeare in the Park. Kom hann fram á Broadway með hléum næstu tíu árin í mismunandi hlutverkum.[3]

Sjónvarp

breyta

Fyrsta hlutverk Gibsons í sjónvarpi var árið 1987 í þættinum Leg Work. Kom hann síðan fram í litlum hlutverkum í sjónvarpsþáttum á borð við As the World Turns, Caroline in the City, The Real Adventures of Johnny Quest og A Will of Their Own. Árið 1994 þá var Gibson boðið hlutverk í Chicago Hope sem Dr. Daniel Nyland sem hann lék til ársins 1998. Síðan árið 1997 þá fékk hann aðalhlutverkið í Dharma & Greg sem Greg Montgomery sem hann lék til ársins 2002. Gibson hefur síðan 2005 leikið eitt af aðalhlutverkunum í Criminal Minds sem Aaron Hotchner.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmynd Gibsons var í Far and Away á móti Tom Cruise og Nicole Kidman árið 1992. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Barcelona, Men of War, Eyes Wide Shut þar sem hann lék aftur á móti Tom Cruise og Nicole Kidman, The Flinstones in Viva Rock Vegas, Jack the Dog og Come Away Home.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1992 Far and Away Stephen Chase
1993 The Age of Innocence Leikari
1993 Love & Human Remains David
1994 Barcelona Dickie Taylor
1994 Men of War Warren
1994 Sleep With Me Nigel
1997 The Next Step Barþjónn
1999 Eyes Wide Shut Carl Thomas
2000 Psycho Beach Party Kanaka
2000 The Flinstones in Viva Rock Vegas Chip Rockfeller
2000 Stardom Renny Ohayon
2001 Jack the Dog Lögfræðingur Faiths
2003 Manhood Lögfræðingur Faiths
2005 Come Away Home Gary
2005 Berkeley Thomas the Valet
2007 I´ll Believe You Kyle Sweeney
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1987 Leg Work Robbie Þáttur: All This and a Gold Card Too
1987 The Guiding Light Peter Latham ónefndir þættir
1988 Lincoln William Sprague Sjónvarpsmynd
1988-1990 As the World Turns Derek Mason ónefndir þættir
1990 The Kennedys of Massachusetts Peter Fitzwilliam ónefndir þættir
1990 Another World Sam Fowler ónefndir þættir
1993 Tales of the City Beauchamp Day Þáttur: 1.1
1995 Secrets Hailus Tuckman Sjónvarpsmynd
1996 Night Visitors Ross Williams Sjónvarpsmynd
1996 Caroline in the City Willard Stevens Þáttur: Caroline and the Nice Jewish Boy
1996 To Love, Honor and Deceive Matthew Carpenter/Stuart Buchanan Sjónvarpsmynd
1996 The Real Adventures of Jonny Quest Paul Monray Þáttur: Ghost Quest
1997 The Inheritance James Percy Sjónvarpsmynd
1997 The Devil´s Child Alexander Rotha Sjónvarpsmynd
1998 Nightmare Street Dr. Matt Westbrook/Joe Barnes Sjónvarpsmynd
???? More Tales of the City Beauchamp Talbot Day 3 þættir
1998 Sin City Spectacular ónefnt hlutverk Þáttur nr. 1.6
1998 A Will of Their Own James Maclaren Þáttur nr. 1.1
1994-1998 Chicago Hope Dr. Daniel Nyland 70 þættir
2001 The Lost Empire Nicholas Orton Sjónvarpsmynd
1997-2002 Dharma & Greg Greg Montgomery 119 þættir
2003 Brush with Fate Richard Sjónvarpsmynd
2003 Evil Never Dies Rannsóknarfulltrúinn Mark Ryan Sjónvarpsmynd
2004 Raising Waylon Reg Sjónvarpsmynd
2004 Category 4: Day of Destruction Mitch Benson Sjónvarpsmynd
2006 In from the Night Aiden Byrnes Sjónvarpsmynd
2011 Two and a Half Men Greg Þáttur: Nite to Meet You, Walden Schmidt
2005-til dags Criminal Minds Aaron Hotchner 144 þættir

Leikstjóri

breyta

Verðlaun og tilnefningar

breyta

Golden Globe

  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikja seríu fyrir Dharma & Greg.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í gaman/söngleikja seríu fyrir Dharma & Greg.

Satellite-verðlaunin

  • 2000: Tilnefndur sem besti leikari í grín/söngleikja seríu fyrir Dharma & Greg.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 1997: Tilnefndur fyrir besta leikaralið í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1996: Tilnefndur fyrir besta leikaralið í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1995: Tilnefndur fyrir besta leikaralið í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Viewers for Quality Television-verðlaunin

  • 1998: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir Dharma & Greg.

Tilvísanir

breyta
  1. [1]
  2. [2]
  3. „Thomas Gibson á Criminal Minds heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. nóvember 2011. Sótt 5. nóvember 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta