The Harder They Come
The Harder They Come er kvikmynd frá Jamaíka frá árinu 1972. Í aðalhlutverki var reggísöngvarinn Jimmy Cliff sem leikur Ivahoe Martin, en myndin er lauslega byggð á ævi Martins, sem var glæpamaður í Kingston á 5. áratugnum. Kvikmyndin átti stóran þátt í því að gera reggítónlist vinsæla í Bandaríkjunum. Titillagið var sungið af Jimmy Cliff, en meðal tónlistarmanna sem tóku þátt í gerð myndarinnar voru Prince Buster, The Maytals og Desmond Dekker.
The Harder They Come | |
---|---|
Leikstjóri | Perry Henzell |
Handritshöfundur | Perry Henzell Trevor D. Rhone |
Leikarar | Jimmy Cliff |
Frumsýning | 1972 |
Lengd | 120 mín. |
Tungumál | enska |