Orðið terpentína er notað um við tvær tegundir vökva, sem annaðhvort eru framleiddar úr kvoðu lifandi trjáa (jurtaterpentína) eða úr jarðolíu (steinefnaterpentína eða white spirit). Terpentína er notuð sem leysiefni í olíumálun og lökkun og sem hráefni í efnaframleiðslu. Terpentína er líka notuð í bón til að leysa upp vax, í vatnshelt sement, hreinsiefni, sótthreinsiefni, gúmmívörur, í vefnaði o.s.frv.

Jurtaterpentína er yfirleitt framleidd úr furukvoðu. Skurðir eru gerðir í stofninn sem valda því að kvoðan rennur úr trénu. Síðan er kvoðan hreinsuð og eimuð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.