Terentius
(Endurbeint frá Terentíus)
Publius Terentius Afer (d. 159 f.Kr.?) var rómverskt leikskáld. Hann fæddist í Karþagó en var ekki karþverskur. Sennilega var hann af líbverskum ættum. Ekki er vitað hvenær hann fæddist en hann lést sennilega árið 159 f.Kr. á leiðinni frá Grikklandi til Rómar.
Hann samdi sex gamanleiki sem eru varðveittir.
Fræg tilvitnun í Terentíus er á þessa leið: Homo sum, humani nihil a me alienum puto eða „Ég er maður, mér er ekkert mannlegt óviðkomandi“.