Theodor Holm Nelson (17. júní 1937) er bandarískur frumkvöðull á sviði upplýsingatækni sem fyrstur tók að nota hugtökin stiklutexti (hypertext) og stiklumiðlun (hypermedia) á 7. áratug 20. aldar. Hann lauk prófi í félagsfræði við Harvard-háskóla 1962. Meðan hann var í námi fékk hann hugmynd að tölvuvæddu bókmenntakerfi sem seinna fékk nafnið Xanadu-verkefnið og gengur út á að tengja saman texta með sérstöku tilvísanakerfi.[1] Næstu ár aflaði hann hugmyndinni fylgis með ráðgjafar- og kennslustörfum víða um Bandaríkin, meðal annars við Brown-háskóla, Bell Labs, CBS Laboratories og Illinois-háskóla í Chicago.

Ted Nelson árið 2011.

Nelson gagnrýndi HTML-kerfið sem Tim Berners-Lee bjó til 1989, þótt það líktist að sumu leyti Xanadu-verkefninu, og sagði að Veraldarvefurinn væri allt það sem Xanadu reyndi að koma í veg fyrir.[2] Hann var líka sjálfur gagnrýndur harkalega fyrir að skapa langlífasta vonbúnað sögunnar með kerfi sem ekki væri hægt að útfæra.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Ted Nelson (1981). Literary Machines (PDF). Mindful Press.
  2. Ted Nelson (1999). „Ted Nelson's Computer Paradigm Expressed as One-Liners“. Afrit af uppruna á 24. mars 2023. Sótt 3. júlí 2011.
  3. Gary Wolf (júní 1995). „The Curse of Xanadu“. Wired.. árgangur 3 no. 6. Afrit af uppruna á 20. mars 2014. Sótt 3. júlí 2011.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.