Garðaýr

(Endurbeint frá Taxus × media)

Garðaýr (fræðiheiti: Taxus × media)[1] er blendingur af tegundunum Taxus baccata og Taxus cuspidata. Þessi blanda er talin hafa komið fyrst fram hjá Massachusetts-staðsetta garðyrkjumanninum T.D. Hatfield um 1900.[2]

Taxus × media

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: (Pinales)
Ætt: Ýviðarætt (Taxaceae)
Ættkvísl: Taxus
Tegund:
T. × media

Tvínefni
Taxus × media
Rehder

Lýsing

breyta

Útlitseinkenni eru á milli foreldrategunda. Eins og flestar ýviðartegundir, kýs T. media helst vel framræstan og rakan jarðveg, en hefur nokkuð þurrkþol gæti í raun drepist ef jarðvegurinn er of blautur.[1] Hann er talinn harðgerari en T. baccata.

T. media vex fremur hægt og skaddast ekki af tíðum klippingum, sem gerir þennann blending heppilegan í limgerði erlendis, og í bonsai.[1]

Eitrun

breyta

Taxus media hefur eins og foreldrarnir mikið af taxine í greinum, barri og fræi. Taxine er mjög eitrað hjörtum spendýra.[3]

Ræktunarafbrigði

breyta
  • Taxus media var. hicksii er algengt afbrigði þessa blendings og er það hávaxnasta og nettasta, verður aðeins 1,3 metrar að þvermáli þó hæðin verði að 6 metrum.[2][4]
  • T. media densiformis afbrigðið getur náð 3 m í þvermál; hinsvegar nær hann ekki yfir 1,5 m á hæð.[2]
  • T. media Hatfieldii er breiðpýramídalaga og reynst þolanlega á Íslandi. [5]
  • T. media Hillii er allt að um 3 m hátt form, breiðkeilulaga í vextinum eða nálgast að vera kúlulaga.[6]


Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 The Ohio State University Plant Facts: Anglojap Yew
  2. 2,0 2,1 2,2 „University of Connecticut Horticulture: Taxus Media“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. desember 2018. Sótt 15. apríl 2018.
  3. Wilson, C. R.; Sauer, J.; Hooser, S. B. (2001). „Taxines: A review of the mechanism and toxicity of yew (Taxus spp.) alkaloids“. Toxicon. 39 (2–3): 175–85. doi:10.1016/s0041-0101(00)00146-x. PMID 10978734.
  4. „University of Illinois - Selecting Shrubs for Your Home“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2018. Sótt 15. apríl 2018.
  5. Tré og runnar eftir Ásgeir Svanbergsson 1989
  6. Lystigarður Akureyrar - Garðaýr


   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.