Tanganjika

Tanganjika var ríki í Austur-Afríku innan Breska samveldisins, og hét í höfuðið á Tanganjikavatni sem myndaði vesturlandamæri þess. Það var hluti af nýlendunni Þýsku Austur-Afríku þar til Bretar lögðu hana undir sig í Fyrri heimsstyrjöldinni. Þeir stýrðu svo landinu þar til það fékk sjálfstæði 9. desember 1961. Árið 1964 sameinaðist það Sansibar í ríkinu Tansaníu. Nafnið Tansanía er myndað úr fyrstu stöfum nafnanna Tanganjika og Sansibar.

Fáni lýðveldisins Tanganjika frá 1962 til 1964.
Tanganjika
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.