Tamara de Lempicka
Tamara Łempicka (fædd Tamara Rozalia Gurwik-Górska;[1] 16. maí 1898-18. mars 1980), betur þekkt sem Tamara de Lempicka, var pólskur listmálari sem starfaði í Frakklandi og Bandaríkjunum. Hún er þekktust fyrir fágaðar Art Deco-myndir af aðalsfólki og auðkýfingum og fyrir mjög stílfærðar nektarmyndir.
Lempicka fæddist í Varsjá og flutti stuttlega til Sankti Pétursborgar þar sem hún giftist þekktum pólskum lögfræðingi. Síðar ferðaðist hún til Parísar. Hún lærði myndlist hjá Maurice Denis og André Lhote. Stíll hennar var blanda af fáguðum kúbisma og nýklassískum stíl, og var innblásinn af verkum Jean-Dominique Ingres. Hún var virkur þátttakandi í lista- og félagslífi Parísar á millistríðsárunum. Árið 1928 varð hún ástkona Raouls Kuffners baróns, auðugs listasafnara og aðalsmanns frá Austurríki-Ungverjalandi. Eftir að kona hans dó 1933 giftust þau Lempicka árið 1934. Eftir það varð hún þekkt í blöðum sem „barónessan með pensilinn“.
Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út árið 1939 fluttu hún og eiginmaður hennar til Bandaríkjanna. Þar málaði hún portrettmyndir og kyrralífsmyndir og nokkur abstrakt málverk á sjötta áratugnum. Verk hennar duttu úr tísku eftir seinni heimsstyrjöldina en hún átti endurkomu seint á sjötta áratugnum með enduruppgötvun Art Deco. Hún flutti til Mexíkó 1974, þar sem hún lést árið 1980. Að beiðni hennar var ösku hennar dreift í eldfjallinu Popocatépetl.
Tilvísanir
breyta- ↑ Fullt nafn samkvæmt Claridge (1999), p. 10; og Mori (2011), p. 22. Biographies by De Lempicka-Foxhall & Phillips (1987), Néret (2000), Blondel, Brugger, og Gronberg (2004), og Bade (2006) gefa líka skírnarnafn hennar upp sem Tamara; sumar aðrar heimildir segja að hún hafi heitið Maria (t.d. Helena Reckitt, The Art of Feminism: Images that Shaped the Fight for Equality, 1857-2017, 2018, p. 84.