Taiyuan Wusu-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Taiyuan Wusu (IATA: TYN, ICAO: ZBYN) (kínverska: 太原武宿国际机场; rómönskun: Tàiyuán Wǔsù Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Taiyuan borgar í héraðinu Shansi í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er stærsti flugvöllurinn í Shansi og er staðsettur um 15 kílómetra suðaustur af miðborg Taiyuan.
Flugvöllurinn sem var fyrst byggður árið 1939, hefur þróast í mikilvægasta flugvöll héraðsins, með tengingu við flestar stórborgir Kína. Hann var endurbyggður að miklu leyti með nýrri flugstöð árið 2006 sem bætti við getu til að þjóna allt að 6 milljónum farþega á ári. Síðan hefur völlurinn verið fráviksflugvöllur fyrir alþjóðaflugvöllinn í Beijing.
Flugfélögin China Eastern Airlines og Hainan Airlines eru umfangsmikil á vellinum. Alls starfar 31 flugfélag á vellinum.
Árið 2019 var flugvöllurinn með um 14 milljónir farþega. Flestir áfangastaðir eru innan Kína.
Tenglar
breyta- Vefsíða alþjóðaflugvallarins Taiyuan Wusu Geymt 20 október 2015 í Wayback Machine.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Taiyuan Wusu International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. janúar 2021.