Tadsíkar
(Endurbeint frá Tadsjikar)
Tadsíkar eru eitt af helstu þjóðarbrotum Mið-Asíu. Þeir búa flestir í Afganistan, Tadsíkistan, Úsbekistan og Pakistan. Að auki er stór hópur tadsískra flóttamanna í Íran og öðrum löndum heimsins. Tadsjikar eru afkomendur fornra íranskra þjóðflokka, svo sem baktra, sogda og parþa, sem settust að í Mið-Asíu í fornöld. Tadsíkar tala flestir persnesku og eru súnnítar. Uppruna tadsíka sem „þjóðar“ má rekja til Samanídaríkisins á 9. og 10. öld.