TF-SIF var þyrla í eigu Landhelgisgæslu Íslands en hún kom til landsins árið 1985. Þyrlan var nefnd eftir gyðjunni Sif úr norrænu goðafræðinni og var þriðja loftfar Landhelgisgæslunnar til að bera nafnið.

TF-SIF
Þyrlan TF-SIF sveimar yfir svartri strönd.
TF-SIF
Tegund: Aerospatiale Dauphin II SA-365 N
Árgerð: 1985
Hreyflar Tveir Turbomeca Arriel 1C

TF-SIF var af gerðinni Aerospatiale Dauphin II SA-365 N og rúmaði alls fimm áhafnarmeðlimi og átta farþega. Hreyflar þyrlunnar voru tveir, báðir af gerðinni Turbomeca Arriel 1C og voru 700 hestöfl hvor um sig.

Þyrlan nauðlenti á sjó sumarið 2007 og var eftir það metin ónýt.

Hremmingar

breyta

Þyrlan lenti í ýmsum hremmingum á þeim 22 árum sem hún var í notkun.

Árið 2001 var þyrlan í eftirlitsflugi og var stödd á Snæfellsnesi þegar hún lenti í láréttum vindstróki með þeim afleiðingum að spaðarnir skárust í stél og jafnvægisstýri.

16. júlí 2007 neyddist flugstjóri þyrlunnar til þess að nauðlenda henni á sjó við Straumsvík. Þyrlan missti skyndilega afl á öðrum hreyfli í æfingaflugi. Öllum áhafnarmeðlimum var bjargað stuttu eftir að þyrlan lenti. Þyrlan var metin ónýt eftir slysið.

Afrek SIF og áhafnar hennar

breyta

1987 - Barðinn GK 475. Áhöfn þyrlunnar TF-SIF bjargar 9 manna áhöfn við erfiðustu aðstæður björgunnar.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Heimtir úr helju, helstu björgunarafrek síðustu ára rifjuð upp“. Sótt 5. október 2010.

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.