Blæðingar

(Endurbeint frá Túr)

Blæðingar, tíðir eða klæðaföll er regluleg losun blóðs og legslímuleifa úr legi og leggöngum á meðan konur eru frjósamar. Líkaminn þarf að hafa egg til frjóvgunar ásamt næringu fyrir eggið ef af frjóvgun verður. Hins vegar þarf líkaminn að losna við birgðirnar og setja nýjar í staðinn.

Ýmsar hreinlætisvörur, t.d. dömubindi, tíðatappar og tíðabikarar, eru notaðar meðan á blæðingum stendur til þess að koma í veg fyrir að fatnaður skemmist.

Tíðahringurinn

breyta

Hver tíðahringur hefst með blæðingum og hjá fullorðnum konum líða að meðaltali 28 dagar frá upphafi blæðinga en allt frá 21 degi til 35 er talið eðlilegt. Hjá unglingsstúlkum er eðlilegt tímabil 21-45 dagar. Blæðingar vara oftast í um 2–7 daga í senn. Venjulega stoppa þær á meðan meðgöngu og brjóstagjöf stendur. Stuttu fyrir upphaf tíðahrings geta konur fundið fyrir fyrirtíðaspennu sem einkennist af líkamlegum og andlegum kvillum, t.d. eymslum í brjóstum, ertingu, þreytu og depurð. Blæðingum fylgja oft verkir í maga, baki og lærum og eru allt frá því að vera mjög vægir yfir í að vera nær óbærilegir.

Breytingaskeiðið

breyta

Breytingaskeiðið (eða tíðahvörf) er það tímabil þegar frjósemistímabilinu er að ljúka. Hjá konum hefst það venjulega í seinni hluta fimmtugsaldursins eða við upphaf sextugsaldursins. Þessi ferill tekur mörg ár og er afleiðing líffræðilegrar öldrunar. Í sumum tilfellum veldur hann talsverðum truflunum á daglegum athöfnum kvenna og vellíðan þeirra.

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.