Tölvuleikjatónlist

Tölvuleikjatónlist er yfirleitt notað sem hugtak yfir bakgrunnstónlistina sem heyrist í tölvuleikjum. Þetta getur þýtt allt frá 8-bit tónum í Nintendo tölvuleikjum eða lög frá ákveðinni hljómsveit eða tónskáldi sem semur tónlistina sérstaklega fyrir þennan ákveðinn tölvuleik. Tölvuleikjatónlist getur líka flokkast undir tónlist sem að tölvuleikir fá leyfi frá öðrum höfundum til að birta í sínum leik en oftast er þetta hugtak ekki notað í þeim skilning.

Upphaf tölvuleikjatónlistar

breyta

Í upphafi voru engin hljóð í tölvuleikjum og þar með engin tónlist. Fyrsti tölvuleikurinn kom út árið 1958 og var gerður af William Higinbothan sem var verkfræðingur í kjarnorkuveri í Brookhaven, Bandaríkjunum. Leikurinn sem hann bjó til hét „Tennis for Two“ eða Tennis fyrir Tvo, hann skapaði leikinn í þeim tilgangi að fá aukinn áhuga almennings á starfsrekstrinum og vísindunum sem fóru fram í Brookhaven. Það var ekki fyrr en árið 1972 þar sem að tæknin leyfði hljóði að koma fram í tölvuleikjum en sá leikur hét „Pong“ og var einnig fyrsti spilakassinn í tölvuleikjaheiminum. Leikurinn var hannaður fyrir tvo spilendur og snerist hann um að koma kúlu framhjá línu andstæðingsins og reyna að passa að andstæðingurinn geri ekki slíkt sama. Hljóðið sem leikurinn gaf frá sér kom þegar kúlan kom við línurnar í leiknum og þetta markaði upphaf hljóðsins í tölvuleikjum.[1]

1970-2000

breyta

8. áratugurinn

breyta

Eitt af fyrstu handfestu tölvuleiknum sem sló í gegn var leikurinn „Simon“ sem var hannaður af Bradley Milton árið 1974. Leikurinn fólst í því að það voru fjórir mismunandi litir sem að gáfu allir frá sér mismandi hljóð og leikurinn gaf ákveðið mynstur sem þurfti að fylgja (til dæmis rauður, gulur, blár, rauður) og þurfti síðan að endurtaka mynstrið. Leikurinn varð sífellt erfiðari og erfiðari en þessi leikur var sá fyrsti til að nota tónlist eða tóna sem megin svið leiksins.

Það var svo árið 1975 þar sem tölvuleikja fyrirtækið Midway Games notuðu örgjörva í stað þess að nota fastar hringrásir eins og leikir höfðu gert fram að þessu til að koma með byssuhlóð á einni hljóðrás og þetta markaði upphaf mono hljóðsins í tölvuleikjum. Mest áberandi þróun tónlistar í tölvuleikum á þessum áratug er áreiðanlega útgáfan á Space Invaders tölvuleiknum frá Taito. Leikurinn var með frábæra hljóðvinnslu sem var bæði einföld og setti tóninn fyrir leikinn. Tónlistin var mjög ógnvekjandi á þessum tíma og var hún sköpuð í þeim tilgangi að vekja upp ótta og taugaóstyrkni gagnvart óvininum en tónlistin breyttist eftir því sem að þeir urðu erfiðari og því lengra sem þú náðir að fara. Spilendur þáverandi kynslóðar upplifðu mikið stress og kvíða við spilun þessa leiks og sat það eftir í minni þeirra í mörg ár eftir á. Annar tölvuleikur sem gaf spilendum svipaðan hroll var leikurinn Asteroids en hann notaði svipaða hljóðtækni og Space Invaders en bætti samt sem áður ofan á það með auknum og töluvert þróaðri hljóðum en voru í Space Invaders en þessir tveir leikir standa upp úr sem eftirminnilegustu tölvuleikir 8. áratugarins.[2]

9. áratugurinn

breyta

Á 9. áratugnum var bylting í tölvuleikjagerð en þáverandi kynslóð sem fæddist á 9. áratugnum voru fyrsta kynslóðin sem ólst upp við það að spila tölvuleiki heima hjá sér af miklu kappi og það má í rauninni segja að tölvuleikir byrjuðu að vera samþykktir af almenning sem lögmæt afþreying. Á þessum áratugi komu út leikir eins og Pac-Man, Donkey Kong, Q*Bert, Tetris, Dragon‘s Lair, Legend of Zelda, Final Fantasy og Mega Man.

Pac-Man (1980) er álitinn af mörgum sem vinsælasti tölvuleikur sem hefur nokkurn tímann komið út. Þetta var fyrsti leikurinn sem hafði tónlist sem að allir gátu tengt við leikinn. Tónlistin var gífurlega vinsæl og hljóðvinnsla leiksins er ein sú eftirminnilegasta sem heimurinn hefur nokkurn tímann séð. Þetta var í fyrsta sinn þar sem að tölvuleikja tónlist varð vinsæl meðal almennings en rokkarinn mikli Ted Nugent gerði sína eigin skopútgáfu af Pac-Man tónlistinni sem endaði númer 9 á topplista Bandaríkin. Hann gerði síðar skoplög út frá öðrum tölvuleikjum eins og Frogger, Donkey Kong og Asteroids en þau lög komu út árið 1999.

Í leiknum Donkey Kong (1981) var það meistarinn Shigeru Miyamoto sem var ábyrgur fyrir hljóðvinnslu leiksins en þessi leikur vann fjölda verðlauna fyrir Nintendo. Þessi leikur bjargaði einnig dvínandi sölum tölvuleikja sem voru áberandi þetta ár og kom þeim aftur á gott skrið. Tónlistin í leiknum var gerð á litlu hljómborði sem Shigeru Miyamoto sá sjálfur um.

Árið 1982 kom út tölvan Atari 5200 sem notaði kubb sem kallast POKEY kubburinn en með þessum kubb gátu þeir spilað leiki á fjórum rásum og gat hver og einn stjórnað stillingu hverrar rásar en kubburinn var hannaður í þeim skilning til að mynda hljóð út frá umhverfi leiksins. Þeir settu líka sína eigin bakgrunnstónlist inn í leikina sína sem að POKEY kubburinn var ekki partur af. Með þessari blöndu náðu Atari að koma með stanslaus hljóð í sínum leikjum og nýjungar í hljóðvinnslu tölvuleikja.

Árið 1982 gerði hljómsveiting Journey tölvuleik í samstarfi við Atari en leikurinn hét „Don‘t Stop Believin“. Leikurinn snerist um það að þú stjórnaðir meðlimum hljómsveitarinnar og sniðgekkst grúppíur og ljósmyndara til að komast í hljómsveitar rútuna. Þessi leikur var fyrsti leikurinn til að nota hljómsveit annarra hljómsveita sem tónlist leiksins.

Árið 1983 kom út fyrsti leikur sem notaði stereo hljóð en það var leikurinn Spy Hunter. Tónlistin í leiknum var einnig mjög auðþekkjanleg en tónlistin sem var notuð í leiknum kom úr þáttunum Peter Gunn sem voru vinsælir þættir frá árunum 1958-1961. Leikurinn náði hinsvegar ekki að komast í sögubækurnar eins og hinir fyrrnefndu leikir þar sem að 1983 leikurinn var eina útgáfan af leiknum sem varð eitthvað vinsæl, framhöldin náðu engum vinsældum.

NES tölvan eða Nintendo Entertainment System kom síðan út árið 1985 og var það mikil bylting í tölvuleikjagerð og tónlist. Þetta var fyrsta 8 bita tölvuleikjavélin en tölvuleikjafyrirtækin Atari og Sega komu síðar út með sínar 8 bita leikjavélar en þær náðu aldrei sömu vinsældum sem að NES náði.

Á þessari tölvu kom út leikurinn Tetris en hann skortir án efa auðþekkjanlegasta þemalag í tölvuleik allra tíma. Það var rússneskur forritari sem samdi tónlistina ásamt því að vera einn helsti maðurinn á bakvið leikinn en hann hét Alex Pajitnov. Hann fékk aldrei neinn af þeim pening sem þemalagið græddi frá fyrirtækinu sem á leikinn.

Super Mario Brothers kom síðan út sama ár þar sem að var sérstakt við hljóðvinnslu leiksins var hvernig þeir notuðu gerðir þínar í leiknum sem hluta af tónlistinni, til dæmis þegar hoppað er eða óvinur drepinn. Japaninn Koji Kondo var á bakvið hljóðvinnsluleiksins og hann skapaði mjög eftirminnilegt þemalag sem allir þekkja en þetta markaði byltingu í hljóðvinnslu og tölvuleikjatónlist framtíðarinnar.

Shigeru Miyamoto komst aftur á sjónarsviðið þegar hann gaf út leikinn Zelda: A Legend Begins en þá varð Miyamoto að stórstjörnu innan tölvuleikjageirans og tókst honum að snúa iðnaðinum á hvolf og tókst að koma honum á kortið og gera iðnaðinn að milljarða dollara iðnað. En Miyamoto var ekki eina stórstjarna áratugarins heldur var það japaninn Nobuo Uematsu sem að gerði tónlistina fyrir Final Fantasy leikina sem komu út frá árunum 1987 og alveg inn í 21. öldina. Hann er þekktur fyrir mjög kvikmyndalegan stíl í tölvuleikjatónlist og margir líta á hann sem einn sá besta í geiranum. Útkoma Final Fantasy árið 1987 varð einnig nokkurs konar bylting í tölvuleikjatónlist en leikir fóru þaðan að taka að sér meiri kvikmyndalegri stíl héðan í frá.[3][4]

10. áratugurinn

breyta

Á 10. Áratugnum hélt tölvuleikjaiðnaðurinn að stækka en þá komu tölvur eins og Super Nintendo Entertainment System, Playstation, Nintendo 64 og fullt af öðrum tölvuleikjavélum. Á þessum áratug komu margir nýir tónlistarmenn sem fóru að semja tölvuleikjatónlist. Á þessum áratug fóru menn að nota simfóníur sem partur af tónlist í tölvuleikjum. Tæknin leyfði einnig röddum að koma inn í tölvuleiki og fóru raddir að spila stærra hlutverk í sögusögnum tölvuleikja. Þessi áratugur var tímabil mikilla tækniframfara og út frá því kom meira frelsi í leikjunum. Hefðbundin teknó tónlist var notuð í tölvuleiknum Streets of Rage á Sega Genesis tölvunni en sú tölva spilaði leiki í gegnum geisladisk sem varð til þess að hljóðgæði tónlistarinnar og hljóðsins bættist töluvert mikið.

Nobuo Uematsu hélt áfram að bæta vinsældum þegar hann gerði tónlistina fyrir Final Fantasy 6-9 sem komu út á áratugnum en það sem hann hafði bætt við sig síðan á fyrri áratug voru sér lög fyrir hvern karakter í tölvuleiknum en það skapaði mjög dramatísk áhrif á tón leiksins en verk hans hafa verið tekin í samanburð við meistara eins og John Williams sem var maðurinn á bakvið Star Wars tónlistina.

Margir frægir tónlistarmenn sem hafa fengið mikið lof fyrir kvikmyndatónlistina sína voru líka mjög áberandi í tölvuleikjatónlist á þessum áratug. Trent Reznor, maðurinn á bakvið hljómsveitina Nine Inch Nails gerði t.d tónlistina fyrir tölvuleikinn Quake sem kom út árið 1996. Hann vann óskarsverðlaun síðar árið 2011 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Social Network. Michael Giacchino sem gerði garðinn frægan fyrir tónlist sína í þáttunum Lost og í myndum eins og Super 8 og Star Trek hóf feril sinn sem tónskáld í tölvuleikjum eins og Medal of Honor og Call of Duty.

Leikurinn Dance Dance Revolution eða DDR kom út árið 1998 en það var fyrsti leikurinn þar sem spilendur spiluðu eftir tónlistinni. Þar átti maður að stíga á þá takka sem að birtust á skjánum og ef þú gerðir það í réttri röð leit það út eins og þú værir að dansa. Leikurinn sló í gegn í spilakössum í Japan en síðar komu út leikir sem voru einnig bundnir við tónlist eins og Guitar Hero og Rock Band.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. „A History of Video Game Music“.
  2. „A History of Video Game Music“.
  3. „A History of Video Game Music“.
  4. „Video Game Music: Where it Came From, How it is Being Used Today, and Where it is Heading Tomorrow“.
  5. „A History of Video Game Music“.

Heimildarskrá

breyta