Tónkvíslin
Tónkvíslin er söngkeppni sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum frá árinu 2006. Fram að 2016 var hún forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna áður en Nemendafélagið dróg sig úr keppninni í byrjun 2016, ásamt nokkrum öðrum framhaldsskólum.[1] Keppnin er arftaki Söngmundar.
Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur úr Framhaldsskólanum og hins vegar keppendur úr grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. Fyrst kepptu 5 grunnskólar en þeim hefur fjölgað og í dag er 8 grunnskólum boðið að keppa. Dómnefnd velur 3 bestu atriðin frá framhaldsskólanum og 3 bestu atriðin úr hópi grunnskóla. Símkosning ákvarðar svo vinsælasta atriðið úr sitthvorum keppnisflokknum.
2015 var fyrsta árið sem Tónkvíslin var sýnd í beinni útsendingu bæði í sjónvarpi og á netinu hjá Bravó og var aftur sýnd þar 2016. Tónkvíslin 2017 var sýnd í beinni útsendingu á N4.
Grunnskólarnir sem boðið er að taka þátt í keppninni eru Þingeyjarskóli í Aðaldal, Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði, Borgarhólsskóli, Reykjahlíðarskóli í Mývatnssveit, Grunnskóli Raufarhafnar, Grunnskóli Þórshafnar, Grunnskóli Kópaskers og Vopnafjarðarskóli.
2018
breytaTónkvíslin 2018 var haldin 17. mars. Er það í þrettánda skiptið sem Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum stendur fyrir keppninni. Alls bárust 31 þáttökutilkynning til framkvæmdastjórnar Tónkvíslarinnar og var því Tónkvíslin 2018 fyrsta Tónkvíslin til þess að hafa forval á keppninni.
2018 var keppnin sýnd í beinni útsendingu hjá N4 Sjónvarp í annað sinn, þá fyrst árið 2017. Ólíkt Tónkvíslinni 2016 og 2017 var keppnin forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna og tók sigurvegari Tónkvíslarinnar þátt í henni.
2017
breytaÁrið 2017 fór Tónkvíslin fram í tólfta skipti. Það var laugardaginn 18. febrúar en það kvöld tóku 21 atriði þátt í keppninni. Af 21 atriði voru 11 úr Framhaldsskólanum á Laugum og
Framhaldsskólanum á Húsavík og 10 frá grunnskólum nágrennisins. Í fyrsta skipti komu nemendur Framhaldsskólans á Húsavík við undirbúning á Tónkvíslinni ásamt því sem þeir fengu kost á að vera með atriði á keppninni. Úr hópi grunnskólanema voru keppendur frá Borgarhólsskóla, Þingeyjarskóla og Hrafnagilsskóla.
Keppnin 2017 var fyrsta Tónkvíslin sem var sýnd í beinni útsendingu hjá N4 Sjónvarp. Líkt og árið áður fór sigurvegari Tónkvíslarinnar ekki áfram í Söngkeppni framhaldsskólanna en sú keppni var ekki haldin það ár.
Tónkvíslina 2017 sigraði Gabríela Sól Magnúsdóttir með laginu Saving All My Love For You. Var það í sjötta (og seinasta) skiptið sem Gabríela keppti á Tónkvíslinni en hún hafði unnið fimm sinnum áður. Í öðru sæti var Freyþór Hrafn Harðarson með flutning sinn á Þú átt mig ein og í þriðja sæti var Bjartur Ari Hansson með lagið Mutter sem hann fór með sem lokaverkefni í þýsku.
Sigurvegari keppnisflokks grunnskóla var Friðrika Bóel sem tók lagið Torn. Var þá Kristjana Freydís í öðru sæti og Hafdís Inga í þriðja.
Vinsældarkosningar Tónkvíslarinnar voru sameinaðar í einn keppnisflokk fyrir Tónkvíslina 2017 og voru það þær Ljósbrá, Sandra og Hulda sem unnu símkosninguna. Kepptu þær fyrir Hrafnagilsskóla og fluttu lagið Make You Feel My Love.
Jón Jónsson var gestur kvöldsins og steig á svið í dómarahléinu. Kristján og Lundarnir fluttu upphafsatriði Tónkvíslarinnar. Kynnar kvöldsins voru Arnór Benónýsson, Stefán Valþórsson, Hákon Breki Harðarsson og Hrafnhildur Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri Tónkvíslarinnar var Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.
Nr. | Flytjandi | Lag | Stig | Skóli | Sæti |
---|---|---|---|---|---|
1 | Eyþór Kári | Manstu ekki eftir mér? | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
2 | Sandra Björk | I Have a Dream | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
3 | Jóhanna Lilja | The Climb | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
4 | Kristjana Freydís | When We Were Young | Grunn | Þingeyjarskóli | 2. |
5 | Hugrún Birta | I Still Haven't Found What I'm Looking For | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
6 | Anna Birta | Eyes Wide Open | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
7 | Steinar | Hurt | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
8 | Friðrika Bóel | Torn | Grunn | Borgarhólsskóli | 1. |
9 | Gabríela Sól | Saving All My Love For You | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 1. |
10 | Ljósbrá, Sandra & Hulda | Make You Feel My Love | Grunn | Hrafnagilsskóli | Vinsælast |
11 | Bjartur og Brynjar | It G Ma | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
12 | Klara Hrund | Brand New Moves | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
13 | Þórey Hekla | Fight Song | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
14 | Stefán Bogi | Vor í Vaglaskógi | Grunn | Þingeyjarskóli | - |
15 | Guðrún Helga | Oops I Did It Again | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
16 | Hjördís | Father's Eyes | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
17 | Freyþór Hrafn | Þú átt mig ein | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 2. |
18 | Margrét Inga | Lost Boy | Framhalds | Framhaldsskólinn á Húsavík | - |
19 | Aþena Marey | Say You Wont Let Go | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
20 | Bjartur Ari | Mutter | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 3. |
21 | Hafdís Inga | Made of Stars | Grunn | Borgarhólsskóli | 3. |
2016
breytaTónkvíslin 2016 átti sér stað 27. febrúar. Atriðin kvöldsins voru 17, þar af 8 úr grunnskólunum, 8 úr framhaldsskólanum og eitt atriði frá starfsmönnum framhaldsskólans. 2016 var ellefta skipti sem Tónkvíslin var haldin en fyrsta skipti sem hún var ekki haldin sem forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna. 2016 var annað árið sem keppnin var sýnd í beinni útsendingu frá sjónvarpsstöðinni Bravó. Af 8 grunnskólum sem boðið var að taka þátt sendu 4 fulltrúa, Borgarhólsskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Öxarfjarðarskóli. [2]
Sigurvegari Tónkvíslarinnar var Elvar Baldvinsson sem tók lagið Nothing Really Matters eftir Mr. Probz. Í öðru sæti var Þórdís Petra með flutning sinn á laginu Will You Still Love Me Tomorrow og í þriðja var Ágústa Skúladóttir með lagið The Best. Sigurvegari símkosningarinnar voru Kristján og Lundarnir með lagið Sorry í íslenskri þýðingu Reynis Þrastarsonar.
Sigurvegari keppnisflokks grunnskóla var Harpa Ólafsdottir sem söng Dancing On My Own eftir Robyn. Í öðru sæti var Alexandra Dögg með Listen og í þriðja sæti var Andrea Pétursdóttir með flutning sinn á Breakeven. Sigurvegari símkosningarinnar var Elfa Mjöll með lagið My Heart Will Go On.
Sérstakur gestur kvöldsins var Eyþór Ingi Gunnlaugsson sem steig a svið bæði í upphafsatriðinu og dómarahléinu. Dómnefnd sátu þau Bylgja Steingrímsdóttir, Stefán Jakobsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Kynnar kvöldsins voru Arnór Benónýsson,ákon Breki Harðarsson, og Stefán Valþórsson. Framkvæmdarstjóri Tónkvíslarinnar 2016 var Ágústa Skúladóttir.
Nr. | Flytjandi | Lag | Stig | Skóli | Sæti [3] |
---|---|---|---|---|---|
1 | Alexandra Dögg | Listen | Grunn | Borgarhólsskóli | 2. |
2 | Jónína Freyja | Make You Feel My Love | Grunn | Öxarfjarðarskóli | - |
3 | Þórdís Petra | Will You Still Love Me Tomorrow | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 2. |
4 | Eyþór Kári | Hjá Þér | Grunn | Stórutjarnaskóli | - |
5 | Freyþór Hrafn | Your Song | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
6 | Harpa Ólafsdóttir | Dancing On My Own | Grunn | Borgarhólsskóli | 1. |
7 | Eva Sól | Demons | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
8 | Sigurbjörg Freyja | Stitches | Grunn | Borgarhólsskóli | - |
9 | Kristján og Lundarnir | Sorry | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | Vinsælast |
10 | Hugrún Birta | People Help The People | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
11 | Andrea Pétursdóttir | Breakeven | Grunn | Borgarhólsskóli | 3. |
12 | Elvar Baldvinsson | Nothing Really Matters | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 1. |
13 | Stefán & Kristjana | Can't Help Falling In Love | Grunn | Þingeyjarskóli | - |
14 | Agnes Diljá | All The Pretty Girls | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | - |
15 | Elfa Mjöll | My Heart Will Go On | Grunn | Borgarhólsskóli | Vinsælast |
16 | Ágústa Skúladóttir | The Best | Framhalds | Framhaldsskólinn á Laugum | 3. |
17 | Hljómsveitin Sérkennsla | Dancing In The Street | Framhalds | Starfsmannaatriði | - |
2008
breytaTónkvíslin 2008 var haldin 17. febrúar. Alls tóku 28 keppendur þátt í 17 atriðum, 7 atriði komu úr grunnskólunum og 10 atriði úr Framhaldsskólanum. .
- 2008 - Framhaldsskólinn á Laugum
- 1. sæti: Hjalti Rúnar Jónsson / Wicked Game
- 2. sæti: Andrea Stefánsdóttir og Einar Guðmundsson / Letting the cables sleep
- 3. sæti: Anna Signý Magnúsdóttir / Dreamer
- 2008 - Grunnskólar
- 1. sæti: Sigrún Helga Andrésdóttir / The Boy Who Giggled So Sweet / Hafralækjarskóli
- 2. sæti: Hulda Kristín Baldursdóttir / Home / Grunnskóli Þórshafnar
- 3. sæti: Björn Grétar Baldursson, Ísak Már Aðalsteinsson, Hildur Ingólfsdóttir, Indíana Þórsteinsdóttir og Jóhanna Ásdís Baldursdóttir / Horfðu til himins / Litlulaugaskóli
2007
breytaTónkvíslin 2007 fór fram 18. mars og alls tóku 18 atriði þátt í keppninni. 7 úr grunnskólunum en 11 úr Framhaldsskólanum á Laugum. Kynnar keppninnar voru Jónas Stefánsson og Elín Frímannsdóttir. Dómnefnd skipuðu Pétur Ingólfsson, Stefán Jakobsson og Ína Valgerður Pétursdóttir .
- 2007 - Framhaldsskólinn á Laugum
- 1. sæti: Björn Benedikt Benediktsson / Svört sól
- 2. sæti: Haukur Ægir Hauksson og Sigurjón Sindri Skjaldarson / Skuggabörn
- 3. sæti: Óli Jón Gunnarsson / Móðir
- 2007 - Grunnskólar
- 1. sæti: Auðbjörg María Gunnlaugsdóttir, Þorbjörg Unnsteinsdóttir, Sigríður Rún Karlsdóttir og Ílóna Sif Ásgeirsdóttir / Move Along / Borgarhólsskóli
- 2. sæti: Hólmfríður Agnes Grímsdóttir / Too much love will kill you / Borgarhólsskóli
- 3. sæti: Dagur Þorgrímsson og Sigrún Helga Andrésdóttir / Hallelujah / Hafralækjarskóli
2006
breytaTónkvíslin 2006 fór fram 6. mars og alls tóku 20 atriði þátt í keppninni 2006. 11 úr grunnskólunum en 9 úr Framhaldsskólanum á Laugum. Kynnar keppninnar voru Guðmundur Rúnar Ingvarsson og Jóhann Gunnar Kristjánsson. Dómnefnd skipuðu Guðni Bragason, Guðmundur Jónsson og Erna Þórarinsdóttir.
- 2006 - Framhaldsskólinn á Laugum
- 1. sæti: Ingvar Óli Eymundsson / Fake Plastic Trees
- 2. sæti: Arna Benný Harðardóttir, Fanney Vala Arnórsdóttir og Sigrún Gyða Matthíasdóttir / I Will Survive
- 3. sæti: Kristín Lea Henrýsdóttir / Weak
- 2006 - Grunnskólar
- 1. sæti: Gunnar Sigfússon og Arna Kristín Sigfúsdóttir / What if / Litlulaugaskóli
- 2. sæti: Auðbjörg, Þorbjörg, Sigríður, Ílóna Sif og Sunneva / Slipped away / Borgarhólsskóli
- 3. sæti: Indíana Þórsteinsdóttir og Gígja Valgerður Harðardóttir / Island in the Sun / Litlulaugaskóli
- 3. sæti: Ísey Dísa, Ásta Rún, Lilja Björg og Sigríður Harpa / Til hamingju Ísland / Stórutjarnaskóli
Tenglar
breyta- Vefsíða Tónkvíslarinnar
- Vefsíða Nemendafélags Framhaldsskólans á Laugum
- Vefsíða Framhaldsskólans á Laugum
- ↑ http://www.nfl.is/forsiacuteetha/varandi-songkeppni-framhaldsskolanna
- ↑ http://www.visir.is/tonkvislin-i-beinni-a-visi-og-bravo/article/2016160229118
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 29. febrúar 2016.