N4
(Endurbeint frá N4 Sjónvarp Norðurlands)
N4 var íslenskur fjölmiðill sem framleiddi yfir 350 íslenska þætti á ári. Fyrirtækið var stofnað 1. maí 2006 þegar fyrirtækin Samver, Extra dagskráin, Smit kvikmyndagerð og Traustmynd voru sameinuð sem N4. Samver hafði áður rekið sjónvarpsstöðina Aksjón sem var forveri N4. N4 er staðsett á Akureyri og er eini íslenski fjölmiðillinn staðsettur utan höfuðborgarsvæðisins. Áhersla var á að sýna efni frá landsbyggðinni. Haldin var úti sjónvarpsstöð, Facebook, Youtube, Instagram, Twitter, Tiktok, hlaðvarpi og blaði sem kom út aðra hverja viku ásamt því að boðið var upp á aðstoð við birtingarmál og að búa til framleiðsluverkefni.
Í janúar 2023 óskaði stöðin eftir gjaldþrotaskiptum. [1]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ N4 óskar eftir gjaldþrotaskiptum Rúv, skoðað 3. feb. 2023