Tónagull er fyrirtæki sem heldur námskeið í tónlist fyrir börn á aldrinum 0-3 ára ásamt foreldrum.[1] Tónagull á íslensku er kennt í Reykjavík.

Tónagull var stofnað af Helgu Rut Guðmundsdóttur en hún hélt fyrsta námskeiðið árið 2004[2]. Fyrirtækið gefur út námsefni í tónlist fyrir börn á leikskólaaldri og gaf út bók og geisladisk með nafninu Vísnagull: vísur og þulur fyrir börn í fangi árið 2015.[3][4]. Bókin var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir myndskreytingar.[5]

Haustið 2019 var gerð tilraun með Tónagull á pólsku í Gerðubergi. Námskeiðið hefur verið haldin í Gerðubergi og í Hafnarborg. Tónagulls námskeið á úkraínsku hófust í Neskirkju árið 2023.[heimild vantar]

Ytri tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Tónagull fyrir yngstu börnin“. www.mbl.is. Sótt 29. ágúst 2019.
  2. „Örvar samskipti barna og foreldra“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.
  3. Menningarsjóði Jóhannesar Nordal
  4. „Völvur og Vísnagull“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.
  5. „Vekja athygli á því sem vel er gert“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.