Tónagull
Tónagull er fyrirtæki sem heldur námskeið í tónlist fyrir börn á aldrinum 0-3 ára ásamt foreldrum.[1] Tónagull á íslensku er kennt í Reykjavík.
Tónagull var stofnað af Helgu Rut Guðmundsdóttur en hún hélt fyrsta námskeiðið árið 2004[2]. Fyrirtækið gefur út námsefni í tónlist fyrir börn á leikskólaaldri og gaf út bók og geisladisk með nafninu Vísnagull: vísur og þulur fyrir börn í fangi árið 2015.[3][4]. Bókin var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur fyrir myndskreytingar.[5]
Haustið 2019 var gerð tilraun með Tónagull á pólsku í Gerðubergi. Námskeiðið hefur verið haldin í Gerðubergi og í Hafnarborg. Tónagulls námskeið á úkraínsku hófust í Neskirkju árið 2023.[heimild vantar]
Ytri tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Tónagull fyrir yngstu börnin“. www.mbl.is. Sótt 29. ágúst 2019.
- ↑ „Örvar samskipti barna og foreldra“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Menningarsjóði Jóhannesar Nordal
- ↑ „Völvur og Vísnagull“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.
- ↑ „Vekja athygli á því sem vel er gert“. www.mbl.is. Sótt 2. september 2019.