Helga Rut Guðmundsdóttir
Helga Rut Guðmundsdóttir (f. 1970) er prófessor í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.[1]
Menntun
breytaHelga Rut Guðmundsdóttir er fædd árið 1970 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1989 og B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1992 með tónmennt sem kjörsvið. Helga Rut lagði stund á píanónám frá unga aldri og lærði hjá Jónasi Ingimundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík en síðar hjá Jónasi Sen, Þorsteini Gauta Sigurðssyni og loks hjá Margaret Etienne við McGill Conservatory í Montreal. Helga Rut lauk M.A. prófi í tónlistarmenntunarfræðum (Music Education) frá tónlistardeild McGill Háskóla árið 1997 og doktorsprófi (Ph.D.) í sama fagi frá sama háskóla árið 2003. Í meistaranáminu lagði hún m.a. áherslu á söngþjálfun og kórstjórn.[1][2] Meistararitgerð hennar fjallaði um það hvernig færni barna þroskast í að greina tvær laglínur sem hljóma samtímis og bar titilinn „Children´s ability to identify two simultaneous melodies." Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of Research in Music Education árið 1999.[3]
Doktorsritgerðin fjallaði um þroskatengdar breytingar í nótnalestri ungra píanónemenda og bar titilinn „Music Reading Errors of Young Piano Students." Niðurstöður doktorsrannsóknarinnar voru birtar í tímaritunum Music Education Research [4] og International Journal of Music Education árið 2010.[5]
Starfsferill
breytaHelga Rut var ráðin lektor í tónmennt við Kennaraháskóla Íslands árið 2000 og starfar nú sem prófessor á Menntavísindasviði í tónlistarfræðum. Helga Rut hefur sinnt kennslu á sviði tónlistarmenntunar og tónlistarþroska barna meðal nemenda í grunnskólakennaranámi, leikskólakennaranámi og tómstundafræði. Meðal námskeiða sem hún kennir eru: Tónlist í lífi ungra barna; Tónlistin og heilinn; Listin að skapa tónlist; og Söngur og kórstjórn.[1][2]
Rannsóknir
breytaHelga Rut hefur rannsakað tónmenntakennslu í íslenskum skólum og birt greinar um það efni í íslenskum tímaritum.[6] Tónmennt í íslenskum grunnskólum: Útbreiðsla, aðstæður og viðhorf, 2008, Tímarit um Menntarannsóknir. Tónmenntakennsla í íslenskum grunnskólum, 2013, Tímaritið Uppeldi og menntun. Hún tók einnig þátt í rannsókn á starfsháttum í íslenskum grunnskólum og er meðhöfundur að kafla í bókinni Starfshættir í íslenskum grunnskólum á 21. öldinni.[7][8]
Erlent samstarf
breytaHelga Rut er formaður MERYC (European Network for Music Educators and Researchers of Young Children)[9] síðan 2018 en hefur setið í stjórn frá árinu 2015. Hún er einnig virk í NNME (Nordic Network for Music Education)[10] og NNMPF (Nordisk Netverk for Musikk Pedagogisk Forskning).[11]
Helga Rut var gestaprófessor við tónlistardeild McGill Háskóla 2006-2007 og síðar gestaprófessor við sálfræðideild Háskólans í Montreal 2012-2013[1] þar sem hún starfaði á BRAMS rannsóknarstofunum (Brain Music and Sound Research) og sótti námskeið í tauga- og tónlistarsálfræði.
Skólaárið 2016-2017 hlaut hún Fulbright styrk til rannsóknarstarfa í BNA og dvaldi til helminga við Columbia háskóla í New York og University of Southern California í Los Angeles.
Helga Rut hefur átt í norrænu samstarfi um menntun tónlistarkennara frá 2002 og ritaði kafla í bókinni Advancing Music Education in Northern Europe (Routledge 2019).[12]
Stærsta erlenda rannsóknarverkefni sem Helga Rut hefur tekið þátt í hófst 2009 og nefnist Advancing Interdisciplinary Research in Singing[13] sem spannaði sjötíu rannsakendur í 15 löndum. Hún tók við stjórnarsetu í verkefninu árið 2012 og ritstýrði 40 kafla bindi með niðurstöðum úr AIRS verkefninu sem er væntanlegt árið 2020 undir titlinum: Routlegde Companion to Interdisciplinary Research in Singing and Education.
Rannsóknir Helgu Rutar eru á sviði tónlistarþroska barna og hafa rannsóknir hennar í auknum mæli beinst að allra yngstu börnunum. Nýlegar birtingar hennar á þessu sviði eru:
- Trehub, S. E. and Gudmundsdottir, H. R. (2015). Mothers as Singing Mentors for Infants. The Oxford Handbook of Singing. Edited by Graham Welch, David M. Howard, and John Nix
- Gudmundsdottir, H. R. (2015). Musikalisk kompetens i början av livet – perception, cognition och kommunikation. In: Hofvander Trulson, Y. & Houmann, A. (Eds.) Musik och lärande i barnets värld. Studentlitteratur.
- Gudmundsdottir, H. R. (2019). Revisiting singing proficiency in 3-year-olds. Psychology of Music.
- Gudmundsdottir, H. R., & Trehub, S. (2018). Adults recognize toddlers’ song renditions. Psychology of Music, 46(2), 155-173.
Önnur störf
breytaHelga Rut stofnaði fyrirtækið Tónagull ehf. sem þróar og heldur utan um tónlistarnámskeið fyrir ung börn frá fæðingu. Tónagull heldur námskeið fyrir foreldra og kennara ungra barna auk þess að þróa og gefa út námsefni fyrir yngstu börnin, m.a. fyrir leikskóla. Námskeið Tónagulls hafa verið haldin frá árinu 2004 og vaxa sífellt í vinsældum. Árið 2015 gaf Helga Rut út bók og geisladisk með titlinum: Vísnagull, vísur og þulur fyrir börn í fangi.[14] Fjölmargir þátttökutónleikar hafa verið haldnir á vegum Vísnagulls m.a. í Salnum,[15] á Barnamenningarhátíð[16] og Menningarnótt[17] fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum eins til þriggja ára.
Einkalíf
breytaForeldrar Helgu Rutar eru Elín Einarsdóttir fyrrverandi kennari og námsráðgjafi og Guðmundur Ingi Leifsson fyrrverandi skólastjóri og fræðslustjóri.[18]
Helstu ritverk
breyta- Gudmundsdottir, H. R. (2019). Revisiting singing proficiency in 3-year-olds. Psychology of Music.
- Gudmundsdottir, H. R. (2018). An Icelandic perspective on the Nordic music education community. In (Eds. David G. Hebert and Torunn Bakken-Hauge), Advancing Music Education in Northern Europe, Routledge, Taylor and Francis Group.
- Gudmundsdottir, H. R., & Trehub, S. (2018). Adults recognize toddlers’ song renditions. Psychology of Music, 46(2), 155-173.
- Gudmundsdottir, H. R. (2017). The Importance of Music in Early Childhood: Perspectives from Research to Practice Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Perspectives: Journal of the Early Childhood Music & Movement Association, 12(3).
- Einarsdóttir, S. L. and Gudmundsdottir, H. R. (2016). The Role of Choral Singing in the Lives of Amateur Choristers in Iceland. Music Education Research, 18(1), 39-56.
- Gudmundsdottir, H. R., & Cohen, A. J. (2015). Advancing interdisciplinary research in singing through the AIRS Test Battery of Singing Skills [Eds. Helga R. Gudmundsdottir and Annabel Cohen]. Musicae Scientiae, 19(3), 234-237.
- Gudmundsdottir, H. R. (2015). Musikalisk kompetens i början av livet – perception, cognition och kommunikation [Transl. Musical competences in the early years –perception, cognition and communication]. In: Hofvander Trulson, Y. & Houmann, A. (Eds.) Musik och lärande i barnets värld. [Transl. Music and learning in the young child’s world] Studentlitteratur, Sweden.
- Trehub, S. E. & Gudmundsdottir, H. R. (2015). Mothers as Singing Mentors for Infants. (In Eds.: Graham Welch, David M. Howard, and John Nix). The Oxford Handbook of Singing.
- Gudmundsdottir, H. R. (2015). Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi. (Ed.) Helga Rut Guðmundsdóttir, Tónagull ehf., Prentmet, Reykjavík.
- Gudmundsdottir, H. R. (2013). Tónmenntakennsla í íslenskum grunnskólum Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine [Transl.: Music Education in Icelandic Schools], Uppeldi og menntun –Icelandic Journal of Education, 22(2), 37-54.
- Gudmundsdottir, H. R. (2013). Tónlistarþroski ungbarna og tónlistaruppeldi –Yfirlitsgrein Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine [Transl.: Musical development of infants and music education – A review]. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, 3. október 2013.
- Gudmundsdottir, H. R. (2010). Advances in Music Reading Research Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Music Education Research, 12 (4), 331-338.
- Gudmundsdottir, H. R. & Gudmundsdottir, D. G. (2010). Parent–infant music courses in Iceland: perceived benefits and mental well-being of mothers, Music Education Research, Special issue: Early Childhood Music Education, 12(3), 299 – 309.
- Gudmundsdottir, H. R., (2010). Pitch error analysis of young piano students’ music reading performances. International Journal of Music Education, 28(1) 61-70.
- Gudmundsdottir, H. R. (2008). Tónmennt í íslenskum grunnskólum: Útbreiðsla, aðstæður og viðhorf. [Transl. Music Education in Icelandic schools: Scope, conditions, and attitudes.] Tímarit um Menntarannsóknir, 5, pp. 63-76. Félag um menntarannsóknir, Háskóla Íslands.
- Gudmundsdottir, H. R. (2007). Tónskynjun 7 - 11 ára barna: Þroskaferli í getu til að heyra laglínur sem hljóma samtímis Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine [Transl. Melodic perception of 7-11-year-olds: Development of simultaneity discrimination]. Netla - Veftímarit um uppeldi og menntun. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands, 18. desember, 2007.
- Gudmundsdottir, H. R. (1999). Children´s Auditory Discrimination of Simultaneous Melodies, Journal of Research in Music Education, 47(2), 101-110.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Háskóli Íslands. Helga Rut Guðmundsdóttir. Prófessor í tónmennt/tónlistarfræði“. Sótt 2. september 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Helga Rut Guðmundsdóttir. Heimasvæði á vef HÍ“. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Gudmundsdottir, H. R. (1999). Children´s Auditory Discrimination of Simultaneous Melodies, Journal of Research in Music Education, 47 (2), 101-110.
- ↑ Gudmundsdottir, H. R., (2010). Advances in Music Reading Research Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Music Education Research, 12.4, 331-338.
- ↑ Gudmundsdottir, H. R., (2010), Pitch Reading Errors in Young Piano Students’ Music Reading Performances Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. International Journal of Music Education, 28(1), pp, 61-70.
- ↑ Helga Rut Guðmundsdóttir. (2008). Útbreiðsla tónmenntakennslu, aðstæður og viðhorf: Viðtöl við skólastjóra og tónmenntakennara í íslenskum grunnskólum Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Tímarit um menntarannsóknir, 5, 2008, 63–76.
- ↑ Gerður G. Óskarsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Brynjar Ólafsson, Helga Rut Guðmundsdóttir, Ingibjörg Kaldalóns, Ragnheiður Júníusdóttir, Rósa Kristín Júlíusdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. (2014). X. List- og verkgreinar. Í Gerður G. Óskarsdóttir, Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar Geymt 14 febrúar 2019 í Wayback Machine (bls. 241-274). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvaða rannsóknir hefur Helga Rut Guðmundsdóttir stundað? Sótt 2. september 2019.
- ↑ MERYC-EU - A European-wide network for music educators and researchers Geymt 10 desember 2019 í Wayback Machine. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Western Norway University of Applied Science. Nordic Network for Music Education. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Nordic Network for Research in Music Education. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Helga Rut Guðmundsdóttir. (2019). An Icelandic perspective on the Nordic music education community. Í David G. Hebert og Torunn Bakken Hauge (ritstj.), Advancing Music Education in Northern Europe. Rooutledge.
- ↑ Advancing Interdisciplinary Research in Singing. About AIRS Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Helga Rut Guðmundsdóttir. (2016). Vísnagull – vísur og þulur fyrir börn í fangi. Reykjavík: Tónagull.
- ↑ Menningarhús Kópavogs. (2018). Fjölskyldustund | Vísnagull[óvirkur tengill]. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Listasafn Reykjavíkur. (2016). Vísnagull þátttökutónleikar fyrir 1-3 ára og alla hina[óvirkur tengill]. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Tónagull. (2015). Vísnagullstónleikar. Þátttökutónleikar fyrir börn í fangi á Menningarnótt 2015 í samstarfi við Kjarvalsstaði Geymt 2 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 2. september 2019.
- ↑ Erling Roland. Saman í sátt – Handbók (Elín Guðmundsdóttir og Guðmundur Ingi Leifsson þýddu). Menntamálastofnun.