Tívolí í Reykjavík

Tívolí í Reykjavík einnig kallað Tívolíið í Vatnsmýrinni var skemmtigarður sem var um tíma starfræktur í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Tívolíð opnaði 9. júlí 1946. Þar voru meðal annars bílabraut, hringekja, Parísarhjól og danspallur.

Tívolí var fyrstu árin opin frá lok maí og fram í september. Það var opið á kvöldin og um helgar. Tívoli lognaðist út af um 1965 og var svæðið eftir það notað sem vöruskemma hjá skipaflutningafélaginu Hafskip. Á tívolisvæðinu var byggður skáli sem notaður var til skemmtanahalds og veitingareksturs. Skálinn var nefndur Vetrargarðurinn og þar voru haldnir dansleikir.

HeimildirBreyta