Títíkakavatn
Titikakavatn er stærsta stöðuvatn Suður-Ameríku og hæsta stóra stöðuvatn heims, í 3.851 m hæð yfir sjávarmáli. Yfirborð þess er um 8.300 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er á hásléttu í Andesfjöllum á landamærum Bólivíu og Perú. Það er 280 metra djúpt þar sem það er dýpst, en meðaldýpt þess er á milli 140 og 180 metrar.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Titikakavatni.