Tækniháskólinn í Varsjá

Tækniháskólinn í Varsjá (pólska: Politechnika Warszawska) eða WUT, er ein af leiðandi tæknistofnunum Póllands og ein af þeim stærstu í Mið-Evrópu. Við háskólann starfa 2.453 kennara þar af 357 prófessora. Háskólinn telur um 36.156 nemendur. Á háskólastigi eru um 25 þúsund nemendur í fullu námi og um 8 þúsund nemur í hlutanámi. Í doktorsnámi eru 1 þúsund nemendur, og í framhaldsháskólanámi eru um 2.500 nemendur.

Aðalbygging Tækniháskólans í Varsjá eða WUT, sem er ein af virtustu vísindastofnunum í Póllandi

Háskólinn er með 19 deildir sem ná til flestra sviða vísinda og tækni. Allar eru þær í Varsjá, utan eina í borginni Plock. Alls eru um 5.000 nemendur útskrifaðir árlega. Margir af forystumönnum fyrirtækja og stofnana Póllands eru menntaðir frá háskólanum.

Uppruna háskólans má rekja til ársins 1826 þegar verkfræðimenntun hófst við Tæknistofnunina í Varsjá. WUT er öflugur rannsóknarháskóli. Árið 2012 voru 498 rannsóknarverkefni við háskólann. Þá er WUT mjög virkur þátttakandi í alþjóðasamstarfi. Árið 2012 var WUT með 495 samninga um alþjóðasamstarf.

Prófessor Jan Szmidt, er rektor Tækniháskólans í Varsjá.

Heimildir

breyta
   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.