Svik Vesturveldanna

Svik Vesturveldanna vísar til þess að Bretland og Frakkland kusu að standa ekki við skuldbindingar sem þessi lönd höfðu gengist undir gagnvart Austur-Evrópuríkjum, einkum Póllandi og Tékkóslóvakíu, fyrst þegar Þýskaland nasismans og Sovétríkin réðust á þau í Síðari heimsstyrjöld og síðan aftur þegar Sovétríkin gerðu þessi ríki að leppríkjum í Austurblokkinni eftir stríðið.

Churchill, Roosevelt og Stalín á Jaltaráðstefnunni.

Hugtakið er notað í tengslum við nokkur atvik. München-samkomulagið (sem einnig var kallað „svikin í München“), milli Breta, Frakka, Ítala og Þjóðverja, gaf Þjóðverjum eftir Súdetahéruðin í Tékkóslóvakíu 1938. Síðan brugðust bæði Frakkar og Bretar bandalagi sínu við Pólland þegar Þjóðverjar gerðu innrás 1939. Sama hugtak er líka notað um aðgerðaleysi Bandamanna í Varsjáruppreisninni 1944 og eftirgjöf þeirra gagnvart Sovétmönnum á Teheranráðstefnunni, Jaltaráðstefnunni og Potsdamráðstefnunni þar sem Vesturveldin samþykktu að þessi lönd yrðu hluti af áhrifasvæði Sovétríkjanna eftir styrjöldina.

Hugmyndin um svik Vesturveldanna tengist því annars vegar uppgangi Þriðja ríkisins í upphafi Síðari heimsstyrjaldar og hins vegar uppgangi Sovétríkjanna eftir stríðið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.