Sven B.F. Jansson

Sven B.F. Jansson – fullu nafni Sven Birger Fredrik Jansson, oft kallaður Rúna-Janni – (19. janúar 190619. apríl 1987), var sænskur rúnafræðingur, sem var prófessor í rúnafræði við Stokkhólmsháskóla og þjóðminjavörður Svía 1966–1972.

Sven B.F. Jansson fæddist Kungsholms-hverfi við Stokkhólm 1906. Eftir nám varð hann sendikennari við Háskóla Íslands 1938–1939. Hann tók doktorspróf 1944 með ritgerðinni Sagorna om Vinland. Hann starfaði hjá embætti þjóðminjavarðar í Stokkhólmi 1947–1955, prófessor í rúnafræði við Stokkhólmsháskóla 1955–1966, þjóðminjavörður 1966–1972.

Hann var landskunnur í Svíþjóð sem fremsti rúnafræðingur Svía og var nánast persónugervingur fræðigreinarinnar. Þegar fregnir bárust af því að fundist hefði rúnarista á steini eða klöpp, leið ekki á löngu þar til Rúna-Janni var kominn á staðinn til að rannsaka hana. Hann lagði áherslu á að miðla niðurstöðunum til almennings og lífgaði oft upp á frásögnina með hæfilegri gamansemi. Með því að gera efnið áhugavert og koma því á framfæri, t.d. í útvarpsfyrirlestrum, stuðlaði hann að því að fólk tilkynnti um nýja rúnafundi.

Rúnasteina má finna um Norðurlöndin öll, en Svíþjóð sker sig úr vegna fjölda þeirra.

Sven B.F. Jansson hélt góðum tengslum við Ísland frá því að hann var hér sendikennari. Hann tók saman ásamt öðrum íslensk-sænska orðabók sem kom fyrst út 1943 og oft síðan, talsvert aukin. Í fyrstu þremur útgáfunum eru þeir Gunnar Leijström og Jón Magnússon skráðir meðhöfundar.

Dóttir Svens er Gunnel Engwall (f. 1942) prófessor í rómönskum tungumálum.

Nokkur ritBreyta

  • Sagorna om Vinland - handskrifterna till Erik den rödes saga, Wahlström & Widstrand, Stockholm 1945, 272 s. — Doktorsrit.
  • Pireuslejonets runor“, Nordisk Tidskrift för vetenskap konst och industri, Letterstedtska Föreningen, Stockholm 1984.
  • Stenfynden i Hovs kyrka, Stockholm 1962, 39+8 s.
  • Runinskrifter i Sverige, Stockholm 1963, 1984.
  • Runes of Sweden. Stockholm 1987.
  • Íslenzk-sænsk orðabók, Isländsk-svensk ordbok, 5. útgáfa aukin, Rabén & Sjögren Bokförlag, Kungälv 1986.

HeimildirBreyta