Svavar Lárusson syngur Fiskimannaljóð frá Capri

Svavar Lárusson syngur Fiskimannaljóð frá Capri er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Svavar Lárusson tvö lög með hinum norska SY-WE-LA jazzkvintett. Kvintettinn starfaði í Osló frá 1950-1953 og hann skipuðu meðal annarra Rolf Syversen, píanó, Finn Westbye gítar og Fred Lange-Nielsen, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Norska útvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Svavar Lárusson syngur Fiskimannaljóð frá Capri
Bakhlið
IM 3
FlytjandiSvavar Lárusson, SY-WE-LA kvintettinn
Gefin út1952
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Fiskimannaljóð frá Capri - Lag - texti: Winkler - Friðjón Þórðarson - Hljóðdæmi
  2. Sólskinið sindrar - Lag - texti: Drake, Shirl - Ágústsson - Hljóðdæmi


Um plötuna

breyta

Í lok október 1952 komu 3 plötur með Svavari Lárussyni og SY-WE-LA kvintettinum til landsins (IM 3, IM 4 og IM 5). Þær voru teknar voru upp hjá Norska útvarpinu. Þessar plötur voru hinar fyrstu sem settar voru á markað frá Íslenzkum tónum.


Fiskimannaljóð frá Capri

breyta
 
Forsíða nótnaheftis Fiskimannaljóðs frá Caprí. Teikning Þorleifur Þorleifsson. Drangeyjarútgáfan, 1951.
Er við Caprí að ægi sígur hin gullna sól
og hinn silfraði máni glottir við himins stól,
róa sjómenn til fiskjar fram á hið bláa haf
og þeir fella sín net við öldunnar ljósa traf.
Stjörnuskarinn á himni lýsir þeim leifturhreinn,
öll þau ljósmerki þekkir farmaður hver og einn
og frá einum bát til annars hljómar þá
vítt um haf söngur sá.
Unga, fagra ástkæra mey
ver mér trú, heim að morgni flýtur fley.
Unga, fagra ástkæra mey
Ó, gleym mér ei.
Sjáið báta blys blika vítt um sjá,
blakta undur smá, hvað er það þá
sem hvarfla lætur ljós á brá?
Veistu hvað fer þar yfir öldurnar?
Óteljandi fiskimenn, í fjarska ómar lag.

Ljóð: Friðjón Þórðarson