Strokleður
Strokleður eru ritföng notuð til að stroka út villur sem skrifaðar voru með blýanti eða penna. Strokleður eru gúmmíkennd og bleik eða hvít á lítinn en í dag fást þau í mörgum litum. Margir blýantar eru með áföstu strokleðri á einum enda. Oftast eru strokleður úr gervigúmmí en dýr eða sérstök strokleður eru einnig gerð úr vinyl, plasti eða öðrum gúmmíkenndum efnum. Oft eru ódýr strokleður gerð úr sojagúmmí.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Strokleður.