Blýantur einnig áður nefnt ritblý, er skriffæri sem samanstendur af efni sem gefur frá sér lit, sem notað er til skriftar og teikningar og viðarhulstri. Blýantar eru vanalega notaðir á pappír. Litarefnið er oftast grafít en stundum eru notuð önnur efni sem og kol eða snyrtivörur. Blýantar hafa stundum strokleður á endanum, fest með járni. Ólíkt blýöntum notast pennar við fljótandi efni, það er blek.

HB blýantur

Uppruni

breyta

Conrad Gesner, þýsk-svissneski náttúrufræðingur, lýsti árið 1565 fyrstur manna blýantinum, það er tréhólki með efninu grafíti í miðjunni en orðið grafít er dregið af gríska orðinu "grafein" sem þýðir að skrifa. Á þeim tíma töldu menn grafít vera eina tegund af blýi sem er ástæða þess að hann var kenndur við blý og hefur það lifað og er hann ennþá kallaður blýantur víða. Það var svo árið 1779 að sænskur efnafræðingur, Carl Wilhelm Scheele, sýndi fram á að grafít væri sérstakt kolefni og ekki skilt blýi.[1]

Orðsifjar

breyta

Orðið „blýantur“ í Íslensku er tökuorð af danska orðunum blyant eða bliant sem eru styttar útgáfur á orðinu blyantspen. Blyantspen er líklega stytting á orðinu blyantimon sem þýðir „antimonblandaður blýmálmur“.[2]

Framleiðsla

breyta

Nú til dags eru blýantar framleiddir með því að blanda saman fínum grafít og leirdufti, svo er blandað vatni og langir spagettí-legum strengjum og síðan eru þeir hitaðir í sérstökum ofni. Síðan er strengunum dýft í olíu eða bráðið vax sem rennur inní smáar holur á efninu, sem leiðir til auðveldari og mýkrar skriftar.

Margir blýantar (oftast þeir sem notaðir eru við listir) eru merktir með Evrópskum skala sem nær frá „H“ (e. hardness, harðleika) to „B“ (e. blackness, svertu) sem og „F“ (e. fine point, fínleika), og flokkast hinn hefðbundni ritblýantur undir „HB“.

Listablýantar ná frá hörðum til fínna eins og sjá má:

9H 8H 7H 6H 5H 4H 3H 2H H F HB B 2B 3B 4B 5B 6B 7B 8B 9B
Harður Miðlungs Mjúkur
Tónn Bandaríkin Evrópa
#1 = B
#2 = HB
#2 ½ * = F
#3 = H
#4 = 2H

* Einnig séð sem 2 4/8, 2.5, 2 5/10, vegna einkaleyfismála.

Lögun blýanta

breyta

Flestir blýantar eru sexhyrndir ef litið er á þá með þverskurði. Það er þægilegt að halda á þannig blýöntum og þeir stoppa ef þeir rúlla á láréttu svæði. Blýantar smiða eru flatari að lögun, sem mun einnig ekki rúlla og leyfir nákvæmari staðsetningu við það að teikna línur.

Annað

breyta

Blýantsstungur eru algeng orsök slysa hjá ungum börnum. Blýbroddur getur skilið eftir sig grátt ummerki sem getur enst í húðinni í nokkur ár. Þetta leiddi að hinni gömlu hjátrúna að blý bútar gætu farið í gegnum blóðrásarkerfið og uppí heilann, og ollið hálfvisku í þeim sem fá slík sár. En auðvitað eru blýantar gerðir úr graffít (kolefni) en ekki blýi, og er því ekki hættulegt.

Tilvísanir

breyta
  1. „Hver fann upp blýantinn?“. Vísindavefurinn.
  2. Ásgeir Blöndal Magnússon (3. prentun mars 2008). Íslensk orðsifjabók. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ISBN 978-9979-654-01-8. á blaðsíðu 67 undir „blýantur“.

Tenglar

breyta