Stjörnuhæð
Stjörnuhæð (enska altitude eða elevation) er hæð himinfyrirbæris miðað við sjóndeildarhring (sjónbaug). Er því háð athugunarstað og tíma. Sjónbaugshnit himintungla eru gefin sem stjörnuhæð og áttarhorn. Hvirfilpunktur er með stjörnuhæð +90°, en ilpunktur með stjörnuhæð -90°.