Stigveldi
(Endurbeint frá Stigskipun)
Stigveldi eða stigskipun er stigskipt kerfi (manna, dýra, hluta eða hugtaka) þar sem hverri einstakri einingu eða einstaklingi er skipað á ákveðið þrep samkvæmt tilteknum greinimörkum. Dæmi um stigveldi er t.d. í norrænni goðafræði þar sem einn ásinn er æðstur, síðan breikkar píramídinn niður og neðst eru fjölmörg goð sem aðeins eru nefnd á nafn, þ.e. hafa minni þýðingu. Uppröðunin er stundum nefnd stigveldisröðun. Stigveldi er talið til mikilvægra einkenna á nútímalegu skrifræði.