Stafræni heimurinn
(Endurbeint frá Stafræni Heimurinn (Digimon))
Stafræni heimurinn eða gagnaheimurinn er sá staður þar sem Digimonar lifa og þróast í anime og mangaseríunum Digimon. Heimurinn myndaðist í tölvunni Yggdrasil og breiddist út um alla gagnaflutningakerfi jarðarinnar. Aðrar kenningar segja að gagnaheimurinn hafi alltaf verið til og gagnaflutningskerfi jarðarinnar notfæri sér einungis reikningsgetu þess heims.
Sköpun heimsins
breyta- Menn hafa skapað fyrstu digimonana. Þau voru mjög einfaldir í þá daga en þeim var gefin gervigreind. Verkefninu lauk og þessum digimonum var gleymt. Digimonarnir höfðu náttúrlegan óvin, forrit, sem eyðir öllu, er þróast án yfirlit mannana. Þessi óvinur hvarf út fyrir stafræna heiminn. Það gaf digimonunum tækifærið að þróast í netkerfum jarðarinnar. Og því meira sem þau breyttust, þróaðist einnig heimurinn, er þau lifðu í. Það kom lag eftir lag og mörg svæði urðu til. Þar á meðal Myrkra svæðið þar sem GranDracmon drottnar.
Konunglegu riddararnir
breyta- Til að halda jafnvæginu í stafræna heiminum útnefndi Imperialdramon Paladin útfærsla þrettán konunglega riddara. Hin þekktustu eru Omegamon og Dukemon. Foringi konunglegu riddaranna er Alphamon sem hefur tóma sætið. Hann birtist bara mjög sjaldan í skamma stund. Hingað til hafa konunglegu riddararnir aldrei sést í fullri tölu. Riddararnir berjast ekki alltaf fyrir hið góða heldur frekar það, sem þau halda að sé rétti málstaðurinn.
Deva
breyta- Deva eru þjónar vætta stafræna heimsins. Þeir eru tólf að tölu: Mihiramon tígrisdýrið, Santiramon snákurinn, Shinduramon haninn, Pajiramon sauðurinn, Vajiramon Uxinn, Indaramon hesturinn, Kunbiramon rottan, Vikararamon svínið, Makuramon apinn, Majiramon drekinn, Chatsuramon hundurinn og Antiramon hérinn.
- Uppruni:
- Devar þessir eru byggðir á indverskri goðsögn um tólf Deva eða Yaksha, sem vörðu Bhaisajyaguru.
- Útlit þeirra í Digimon eru byggð á kínverskum stjörnumerkjunum.
Árarnir sjö
breyta- Í stafræna heiminum urðu til sjö árar sem standa fyrir dauðasyndirnar sjö. Sumir þeirra eru fallnir engla digimonar. Árarnir eru: Lucemon Falldown útfærsla, sem stendur fyrir dramb, Leviamon, sem stendur fyrir öfund, Demon, sem stendur fyrir reiði, Belphemon, sem stendur fyrir leti, Barbamon, sem stendur fyrir græðgi, Beelzebumon, sem stendur fyrir ofát og Lilithmon, sem stendur fyrir losta. Hver áranna hefur sitt skjaldamerki. Einnig eru til fleiri digimonar, sem nota titilinn Ári eða Áradrottinn, en tilheira þau þó ekki þessum hóp.
- Nöfnin:
- Digimonarnir voru nefnd eftir nokkrum dríslum úr kristni og gyðingatrú.
Hinir tíu fornu stríðsmenn
breyta- Til forna ríkti stríð milli mannalíka og skepnulíka digimonanna. Engla digimoninn Lucemon færði frið í heiminn og setti sjálfa sig sem drottnara yfir hann. En máttur og dramb hennar varð henni að falli. Hún var orðin ein af árum stafræna heimsins. Þá risu upp tíu digimonar, sem börðust við hana og innsigluðu hana í kjarna heimsins. Þeir voru Ancient Greymon af eldinum, Ancient Garurumom af ljósinu, Ancient Irismon af vindinum, Ancient Megatheriumon af ísnum, Ancient Beetmon af eldingunni, Ancient Sphinxmon af myrkrinu, Ancient Wisemon af málminum, Ancient Mermaimon af vatninu, Ancient Troiamon af timbrinu og Ancient Volcamon af moldinni. Þegar þessir fornu digimonar létust eftirlétu þau sálir sínar þjóðsagnalegum digimonunum.
Ríki englanna
breyta- Eftir að Lucemon var innsigluð voru þrjú engla digimonar settir í konungsstað. Seraphimon, Ophanimon og Cherubimon. Þau ríktu í réttlæti yfir stafræna heiminn. En út af því að Cherubimon var skepnulíkur digimoni en hin tvö mannalík fannst henni hún vera skilin útundan. Lucemon notfærði sér þessar tilfinningar til að hagræða Cherubimon. Undir áhrifum þess ára byrjaði hún styrjöld milli skepnulíkum og mannalíkum digimonum. Hún skaut Seraphimon og innsiglaði hana og tók Ophanimon sem fanga. Eftir lok stríðsins byrjaði hún að safna gögnum til að brjóta innsiglið, er heldur Lucemon.
Heilögu skepnurnar
breyta- Fjórir digimonar eru vættir stafræna heimsins. Xuanwumon er vættur norðurs, Zhuqiaomon er vættur suðurs, Qinglongmon er vættur austurs og Baihumon er vættur vesturs. Þau hlýða digimona drekanum Huanglongmon, sem er vættur hjarta stafræna heimsins. Vættirnir fjórir voru innsiglaðir af myrkradrottnurunum. Aðeins hin kosnu börn gátu frelsað vættina.
- Uppruni:
- Í kínversku stjörnufræðinni eru himinhornin kölluð Qinglong, sem þýðir blár dreki, Zhu Que, sem þýðir rauður fugl, Bai-hu, sem þýðir hvítt tígrisdýr og Xuanwu, sem þýðir svört skjaldbaka. Þau eru þekkt sem Ssu Ling. Fushigi Yūgi er byggt á sömu goðsögninni.
- Í Japan eru þessar fjórar skepnur vættir Kyotos. Byggð voru mörg musteri þeim til handa.
Myrkradrottnarnir
breyta- Fjórir digimonar hafa hrifsað völdin í stafræna heiminum að sér. Þau eru Piemon, meistari skugganna, Mugendramon, meistari vélanna, Pinocchimon, meistari skógana og Metal Seadramon, meistari hafsins. Forringi þeirra er Apocalymon, meistari myrkursins. Myrkradrottnarnir innsigluðu heilögu skepnurnar. Aðeins hin kosnu börn gátu bugað drottnarana.
Ljós þróunarinnar
breyta- Digimonar gátu þróast út af ljósi þróunarinnar. En út af því að óvinur digimonanna hefur vaknað úr löngum svefni hefur ljósið verið innsiglað og digitækin urðu nauðsinleg til að láta digimonanna þróast. Einnig geta digimonar þróast með því að hlaða gögn anarra digimonna eða að fá mörg gögn á einhvern anann hátt.
Útvalin börn
breyta- Fyrir löngu síðan hefur myrkrið komist í stafræna heiminn gegnum eldvegginn. Krakkar nokkrir, er komu frá jörðinni, og digimonafélagar þeirra hafa barist við myrkrið og sigrað það. Hver krakkana hafði eitt digitæki með sér, sem leyfði félögum þeirra að þróast. Sögnin segir að myrkrið myndi koma aftur og þá mundu einnig ný útvalin börn koma með digitækin.
Heilög Tæki
breyta- Digitækin (Digivice) voru flest sköpuð af heilögum digimonum. Heilagur kraftur er í hverjum þeirra og hafa þau marga eiginleika. Aðaleiginleikurinn er að hjálpa digimonunum að þróast. Sum digitæki innihalda eiginleika efna eins og eld eða ljós. Einnig eru til svört digitæki, sem eru venjulega gefin þeim sem hafa þunga byrði að bera.
Skjaldamerki Eiginleikanna
breyta- Til að leifa félaga barnanna að þróast á hærra stig hafa skjaldamerkin verið búin til. Hvert þessara merkja hefur sérstakan eiginleika hjartans. Ef sá, er ber skjaldamerkið, hefur þennan eiginleika sterkt í hjartanu virkar það sem magnari og leyfir félaganum að þróast.
Deiling stafræna heimsins
breyta- Öflugur digimoni, Millenniumon, hefur máttinn til að deila stafræna heiminum upp í mismunandi veruleika, sem eru mjög líkir en þó öðruvísi á einhvern hátt. Ekki er vitað hvort að þessi deiling hefur áhrif á jörðina sjáfa; hvort að hún deilist með. Mjög fáir hafa hæfileikann til að ferðast milli þessara veruleika. Fyrir utan Millenniumon sjálfan gátu Ryo og Monodramon komist á milli, því að Ryo og Millenniumon hafa sérstakt samband.