Stafmerki[1] eða framburðartákn er lítið tákn sem ritað er fyrir ofan eða neðan bókstaf, á miðju hans eða til hliðar. Stafmerki eru mismunandi eftir tungumálum. Í latnesku stafrófi eru þau helst notuð til þess að tákna annan framburð eða frávik í framburði miðað við framburð stafs án stafmerkis. Þau eru þó ekki notuð í öllum tungumálum sem rituð eru með latnesku stafrófi, til dæmis eru þau aðeins notuð í tökuorðum í ensku. Í íslensku er broddurinn yfir staf helsta stafmerkið en bókstafir með broddi eru taldir sérstakir bókstafir í íslensku. Þessi hefð er ekki í öllum tungumálum, til dæmis eru bókstafir með stafmerkjum ekki taldir sérstakir bókstafir í frönsku og þeim má jafnvel sleppa þegar skrifað er í hástöfum.

Stafmerki eiga sér merkilega sögu. Þau eru upphaflega notuð til styttingar, til dæmis varð 'oe' að 'ö' eða 'ø', og 'aa' í dönsku varð 'å'. Broddur yfir sérhljóði í íslenskum handritum táknaði upphaflega lengd, og kom í staðinn fyrir tvíritaðan sérhljóða. Löng sérhljóð í íslensku þróuðust öðru vísi en stutt og síðar komu til aðrar reglur um lengd og þess vegna tákna broddstafir nú allt önnur hljóð en stafir án brodds. Í tékknesku er broddur yfir sérhljóða einungis notaður til að tákna lengd hljóðsins en í finnsku eru langir sérhljóðar tvíritaðir. Í þessum málum báðum breytir lengd sérhljóðs merkingu og því er nauðsynlegt að tákna hana undir öllum kringumstæðum.

Í öðrum ritunarkerfum gegna stafmerki ýmsum hlutverkum. Í bæði arabísku stafrófi ( ـَ, ـُ, ـُ,) og hebresku stafrófi ( ַ, ֶ, ִ, ֹ , ֻ,) tákna þau sérhljóð sem eru ekki merkt á annan hátt.

Tegundir

breyta

Stafmerki geta verið yfirsett, miðsett, undirsett eða hliðsett.[2] Miðsett stafmerki heita líka strikanir.[2]

Yfirsett

breyta

Miðsett (strikanir)

breyta

Undirsett

breyta

Hliðsett

breyta

Heimildir

breyta
  1. „Þjóðskrá Íslands > Nafnritun“. Sótt 2. mars 2013.
  2. 2,0 2,1 Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands (2003). „Íslensk táknaheiti“ (PDF). Íslensk málnefnd. Sótt 10. maí 2015.
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.