Staðarhólsbók rímna

Staðarhólsbók rímna (AM 604 4to) er íslenskt skinnhandrit frá fyrri helmingi 16. aldar. Handritið varðveitir mikilvægasta safn íslenskra rímna frá miðöldum (ásamt Kollsbók) en handritið komst í eigu Árna Magnússonar árið 1707 frá Pétri Bjarnasyni bónda á Staðarhóli í Saurbæ.