Stóri kampalampi (fræðiheiti Pandalus borealis) er rækjutegund sem algeng er á 50 til 700 m dýpi í köldum sjó á leirbotni.

Pandalus borealis
Stóri kampalampi
Stóri kampalampi
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættbálkur: Skjaldkrabbar (Decapoda)
Innættbálkur: Caridea
Ætt: Pandalidae
Ættkvísl: Pandalus
Tegund:
P. borealis

Tvínefni
Pandalus borealis
Krøyer, 1838

Við Ísland finnst mest af stóra kampalampa úti fyrir Norðurlandi. Stóri kampalampi virðist skiptast í nokkra stofna sem eru erfðafræðilega aðgreindir svo sem:

  • innfjarðastofnar norðan lands og vestan
  • úthafsrækja (stærsti stofninn)
  • Dohrnbankarækja (stærsta rækjan)
  • Snæfellsnes- og Eldeyjarrækja

Lífshættir

breyta

Pandalus borealis lifir á dýpi milli 10 og 500 m, vanalega á leirbotni í sjó sem er milli 2 °C og 14 °C heitur. Stóri kampalampi étur meðal annars plöntu- og dýrasvif en rækjan sjálf er mikilvæg fæða fyrir ýmsa nytjafiska eins og þorsk. Afli stóra kampalampa sem veiddur er á Íslandsmiðum og víðar í Norður-Atlantshafi er um 70% af um 500 þúsund tonna heildararafla af öllum rækjutegundum sem veiddar eru í heiminum. Breytingar á sjávarhita hafa áhrif á rækjuna sem og þorskur í sjónum. Þegar þorskstofnar hrundu við Kanada uxu rækjustofnar. Meira virðist um rækju þegar sjór er kaldur.

Lífsferill

breyta

Rækjulirfur klekjast út á sama tíma og vorblóminn í hafinu er í hámarki og er þroskun eggja rækjunnar háð hitastigi. Þroskunartíminn er þannig mislangur eftir botnhita og getur hækkun sjávarhita valdið því að rækjulirfur klekist út of snemma til þess að þær nái að nýta sér hámark vorblóma plöntusvifs.

Hver rækja er á ævi sinni bæði kvendýr og karldýr. Þær eru í fyrstu karldýr. Rækja á grunnslóð skiptir um kyn við 3-4 ára aldur og er hún þá 16 -21 mm á lengd. Á djúpslóð verða þessi kynskipti þegar rækjan er orðin 5-6 ára og 22-24 mm á lengd. Norður af Íslandi er hitastigið á hrygningarslóð rækjunnar um 1°C og þroskunartíminn um 10 mánuðir.

Veiðar

breyta
 
Hraukur af P. borealis rækjum

Stóri kampalampi er mikilvæg sjávarafurð sem hefur verið nýtt frá byrjun 19. aldar í Noregi.Þessi rækjutegund er kaldsjávartegund og er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heiminum. Veiðar hófust við Ísland árið 1935 í Ísafjarðardjúpi. Úthafsveiðar hófust 1975. Stofninn var mjög stór en snarminnkaði eftir 1996.

Heimildir

breyta
  • „Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?“. Vísindavefurinn.
  • Stóri kampalampi[óvirkur tengill] (glærur frá unak)
  • Breytingar á sjávarhita og nýliðun rækju í Norður Atlantshafi (Hafró)
  • Rækjuvefur Grunnskólans í Hólmavík
  • Guide to Responsible Sourcing of Shrimp (Cold Water Prawns) Geymt 22 júlí 2011 í Wayback Machine - produced by Seafish, the United Kingdom Sea Fish Industry Authority