South Downs-þjóðgarðurinn
South Downs-þjóðgarðurinn er nýjasti þjóðgarður á Englandi, stofnaður árið 2011. Hann þekur 1627 ferkílómetra og spannar 140 kílómetra lengd frá Winchester og Eastbourne á suðurströnd landsins. Þjóðgarðurinn er í sýslunum Hampshire, West Sussex og East Sussex. Kalksteinahæðir og klettar, sandsteinn, leirjarðvegur og viðarklæddar hæðir eru meðal sérkenna svæðisins. Um 108.000 manns búa innan þjóðgarðsins.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist South Downs-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „South Downs National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 19. apríl. 2017.