Eastbourne er hafnarborg í Austur-Sussex á Suðaustur-Englandi. Bærinn byggðist upp á seinni hluta 19. aldar og eru þar byggingar frá viktoríutímabilinu. Nú er hann vinsæll ferðamannastaður og dregur að sér yngra fólk. Eastbourne varð fyrir verulegum loftárásum í síðari heimsstyrjöld og héldu þúsundir kanadískra hermanna þar til. Íbúar borgarinnar voru rúmlega 102.000 árið 2015.

Sjávarsíða Eastbourne.

Rétt vestur af Eastbourne er Beachy Head, þar sem má finna hæstu kalksteinakletta Bretlands.