Sletta er orð eða orðasamband sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt mál þar eða hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfi tungumálsins. Og jafnvel þó það aðlagist, þá tekur það oft langan tíma til að fá viðurkenningu sem íslenska. Flestar slettur hverfa þó með þeirri kynslóð sem tók þær upp, og nýjar koma í staðinn. Sumar verða þó langlífar og öðlast viðurkenningar. Í íslensku máli er mest um dönsku- og enskuslettur. Guðmundur Finnbogason, heimspekingur og rithöfundur, sagði í grein um slettur sem birtist í Skírni árið 1928 og nefndist Hreint mál: „Útlendu orðin eru hægindi hugarletinnar“.

Tengt efni breyta

Heimildir breyta

  • „Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?“. Vísindavefurinn.
  • Móðurmálið; grein í Skírni 1908
   Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.