Gjá (Færeyjum)

þorp á Austurey í Færeyjum

Gjá (færeyska: Gjógv, borið fram [tʃɛkv], danska: Gjov) er þorp staðsett á norðausturhluta Austureyjar í Færeyjum, 63 km leið frá höfuðborginni Þórshöfn.

Þorpið heitir eftir 200 metra langri gjá með náttúrulegri höfn, sem liggur norður til hafsins frá þorpinu.

Saga breyta

 
Gjáin við Gjá.

Þorpið var fyrst nefnt árið 1584, en það virðist hafa verið til löngu áður. Íbúar lifðu lengi af veiði og sölu á þurrkuðum og söltuðum fiski (klippfiskur á færeysku). Áður fyrr sigldi allt að 13 fiskibátum frá Gjá. Íbúafjöldinn hefur minnkað verulega undanfarin frá því sem áður var. Árið 1950 voru íbúar enn 210 talsins. Í þorpinu var stofnuð verksmiðja árið 1982 sem framleiðir forsteyptar húseiningar, sú eina sinnar tegundar á eyjunum, en þar starfa 6 manns. Aðrar atvinnugreinar eru fiskeldi og ferðaþjónusta.

Þekkt fólk frá Gjá breyta