Skoppa gjörð
Skoppa gjörð er barnaleikur og íþrótt þar sem stórum hring er velt eftir jörðu og stýrt af hlut sem spilari heldur á. Leikurinn gengur út á að halda gjörð uppréttri sem lengst og gera ýmsar kúnstir. Oft er notuð felga af reiðhjóli og lítil spýta eða trépinni. Felgan rúllar á stað þegar slegið er í hana með spýtunni og hægt er að stýra henni með að slá í hana. Það var einnig algengt að nota tunnugjörð.
Afbrigði af þessum leik eru til meðal frumbyggja á ýmsum stöðum á jörðinni og það eru heimildir um að Grikkir til forna hafi spilað slíka leiki.
-
Ganymedes í grískri goðafræði skoppar gjörð sem tákn um æsku með hana sem ástargjöf frá Seifi. Teikning frá 500-490 f. Kr.
-
Málverkið af stelpu að skoppa með gjörð eftir Pierre-Auguste Renoir frá 1885.
-
Þýskur drengur 3-4 ára með hjól og trépinna um 1904. Drengurinn er í matrósafötum.
-
Teikning í tískublaði frá 1841 sýnir börn skoppa með gjörð
-
Strákar velta gjörðum. Mynd í hollenskri bók um barnaleiki frá um 1860
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Skoppa gjörð.