Skoppa gjörð er barnaleikur og íþrótt þar sem stórum hring er velt eftir jörðu og stýrt af hlut sem spilari heldur á. Leikurinn gengur út á að halda gjörð uppréttri sem lengst og gera ýmsar kúnstir. Oft er notuð felga af reiðhjóli og lítil spýta eða trépinni. Felgan rúllar á stað þegar slegið er í hana með spýtunni og hægt er að stýra henni með að slá í hana. Það var einnig algengt að nota tunnugjörð.

Strákar leika sér að velta gjörðum í Toronto árið 1922

Afbrigði af þessum leik eru til meðal frumbyggja á ýmsum stöðum á jörðinni og það eru heimildir um að Grikkir til forna hafi spilað slíka leiki.


Grískt ungmenni skoppar gjörð