Upplausn Júgóslavíu

(Endurbeint frá Skipting Júgóslavíu)

Upplausn Júgóslavíu varð í kjölfar mikilla deilna og pólitísks umróts sem hófst í júní 1990. Afleiðing þessarar atburðarásar var sú að Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavíu (SS Júgóslavía) leystist upp.

Röð korta yfir Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía til 1992. Mismunandi litir tákna umráðasvæði.
  Júgóslavía (1943–1992)
  Króatía (1991–)
  Serbía og Svartfjallaland (1992–2006)
  Serbíska lýðveldið (Republika Srpska) (1992–)
  Makedónía (1991–)
  Slóvenía (1991–)

SS Júgóslavía var ríki af fjölþjóðlegum og fjölmenningarlegum uppruna sem náði frá Mið-Evrópu suður um Balkanskaga. Á svæðinu höfðu lengi geisað deilur milli þjóða. Sex lýðveldi mynduðu ríkjasambandið og auk þeirra tvö sjálfsstjórnarhéruð sem lauslega gátu talist til þjóðríkja. Á tíunda áratugnum klofnaði ríkjasambandið í fjölda sjálfstæðra ríkja. Þessar átta pólitísku einingar urðu að sex ríkjum: Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Serbíu, ásamt tveimur sjálfsstjórnarhéruðum innan Serbíu: Kosóvó og Vojvodínu.

Deilur milli Bosníu, Króatíu og Serbíu um yfirráðarétt á löndum leiddu síðan til Júgóslavíustríðanna.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.