Skaftholtsréttir

Skaftholtsréttir eru fjárréttir Gnúpverja í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Réttirnar, þ.e. réttastæðið, er talið vera það elsta á Íslandi og er talið vera frá 12. öld. Réttirnar eru hlaðnar úr Þjórsárhraungrýti. Þær fóru illa í Suðurlandsskjálftunum sumarið 2000 og var almenningurinn endurhlaðinn í kjölfarið og steinsteyptar umgjarðir dilkadyra endursteyptar.

Mynd af dilk í Skaftholtsréttum.

Í nóvember 2005 var stofnað Réttavinafélag Skafholtsrétta og hefur félagið nú (júlí 2006) endurhlaðið nokkra veggi og smíðað nýjar grindur, auk þess sem bílaplanið var sléttað og lagað.

RéttarhaldBreyta

Fram til ársins 1996 var réttað á fimmtudegi, en var þá flutt og er nú réttað á föstudegi í 22. viku sumars. Fram til haustsins 2007 var austursafn Skeiða- og Flóamanna rekið í almenning um 10-leytið að morgni og réttuðu Gnúpverjar því í allt að tvo tíma. Þessu var hins vegar breytt vegna smithættu riðu, sem hafði greinst í Flóanum árið áður. Um 2.500 fjár er í safni Gnúpverja og er stærsta búið, Eystra-Geldingaholt, með um 600 fjár á fjalli.

Tengt efniBreyta

HeimildirBreyta

  • „Samtíningur um Gnúpverjahrepp 2 - Lífshættir í Gnúpverjahreppi um aldamótin 1900“. Sótt 29. nóvember 2005.
  • „Icelandic Online: Sumarblíða í Skaftholtsréttum: Browse Text“. Sótt 29. nóvember 2005.

TengillBreyta