Almenningur er landsvæði á milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns austan við Vatnsleysuvík í Vatnsleysustrandarhreppi. Fyrr á öldum var hraunið skógi vaxið en hann er allur löngu eyddur vegna beitar og hrístöku. Bæir á þessu svæði nefnast einu nafni Hraunabæir og áttu þeir óskipt beitiland í Almenningi. Af því stafar nafnið. Á síðustu öld var hraunið lítið beitt og hefur gróður þar því farið vaxandi aftur. Við gamla veginn um Almenning er Gvendarbrunnur, einn margra sem kenndir eru við Guðmund biskup góða.

Heimildir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.