Skírn
Skírn er sakramenti hjá kristinni kirkju. Hún fer vanalega fram með því að prestur eys vatni á höfuð þess sem er skírður. Með skírn er hugmyndin að maður gangist guði á hönd og öðlist hlutdeild í fyrirgefningu og náð og aðgang að himnaríki á efsta degi.
Barnaskírn og ferming
breytaFlestar kirkjur skíra smábörn, en sumar þeirra telja barnaskírn ranga þar sem smábarn geti ekki verið trúað eða skilji ekki hvað felst í skríninni. Kirkjur sem skíra smábörn láta þau því yfirleitt fermast líka þegar þau stálpast, en ferming er játun eða staðfesting ungmennis á skírn sinni. Orðið er líka dregið af latneska „confirmare“ („að staðfesta“) eða „conformatio“ („staðfesting“).
Niðurdýfingarskírn
breytaSumar kirkjur, einkum þær sem skíra fullorðna, ausa ekki vatni yfir höfuð þess sem er skírður, heldur er vaðið út í laug þar sem viðkomandi er dýft ofan í og skírður þannig.
Reglur um skírn á Íslandi
breytaÍ þá daga er kirkjan réð meiru en hún gerir nú, þótti skipta mjög miklu að börn væru skírð eins fljótlega eftir fæðingu og unnt var. Það skipti sérstaklega miklu máli ef þau þóttu ekki lífvænleg, en fólk trúði því að sá sem dæi óskírður færi til helvítis (eða í forgarð helvítis í kaþólskri tíð). Því tiltóku lög nákvæmlega hvernig skyldi bera sig að, t.d. hver mætti skíra ef ekki næðist í prest (í forgangsröð frá fullveðja karlmanni til stúlkubarns) eða hvað mætti nota til skírnarinnar ef ekki næðist í rennandi lindarvatn (í forgangsröð frá snjóbráð til mjólkur).