Sjimkent (kasakska: Шымкент) er önnur stærsta borg Kasakstans og er staðsett í sunnanverðu landinu. Um hana fara margir pílagrímar á leið til Túrkistan, sem múslimar telja helgan stað. Íbúar Sjimkent eru flestir Kasakar og er kasakska útbreiddasta tungumálið, en eitthvað er um að töluð sé rússneska. Glæpatíðni er há og er sagt að umsvif kasöksku mafíunnar og þeirrar rússnesku séu mikil.

Sjimkent (Шымкент)
Grunnupplýsingar
Land: Kasakstan
Kjördæmi: Suður Kasakstan
Kasakskt nafn: Шымкент
Rússneskt nafn: Чимкент
Sveitarstjóri: Arman Zhetpisbayev (Арман Жетписбаев)
Íbúafjöldi: 561.200 (01.07.2008)
Flatarmál: 300,0 km²
Póstnúmer: 160000
Opinber vefsíða: www.uko.kz Geymt 13 maí 2021 í Wayback Machine

Saga breyta

Sjimkent var stofnuð á 12. öld og byggðist upphaflega í kringum þjónustu við kaupmenn sem þræddu Silkileiðina, og Úsbeka sem bjuggu á svæðinu. Borgin varð fyrrum oft fyrir árásum hirðingja, en það er nú löngu liðin tíð. Árið 1810 hertók Búkaríska furstadæmið borgina, og árið 1864 Rússar.

Nafnið Sjimkent á rætur sínar að rekja til sjogdísku og mundi útleggjast á íslensku sem Klömbruborg (klambra er skorið torf). Umritun á nafni borgarinnar er umdeild. Kasakar nota kyrillískt letur líkt og rússar. Kasakar skrifa „Шымкент“, og er það hinn almenni ritháttur, en rússneskar réttritunarreglur banna að skrífað sé „ы“ á eftir „Ш“ eða „Ч“. Þess vegna skrifa Rússar „Чимкент“ (framburður: Tjimkent). Þar sem Kasakar eru í miklum meirihluta í borginni og vilja ekki láta Rússa hafa eitthvað með rithátt tungu sinnar að gera, þá er fyrrnefndi rithátturinn ríkjandi.

Samgöngur breyta

Kazybek Bi er verslunargata í Sjimkent og liggur áfram beint til Túrkistan. Margir ferðamenn í Sjimkent halda áfram til Túrkistan með leigubíl eða áætlunarbíl. Flugvöllurinn í Sjimkent er lítill og er í norður-Sjimkent, ca. 12km frá bænum. Air Astana flýgur hingað vikulega frá Almaty, Aktá, og Astönu. Einnig fljúga herflugvélar og flugvélar Sameinuðu þjóðanna frá Sjimkent. Járnbrautarstöðin er nálægt miðbænum og er mjög stór. Lestarferð á milli Almaty og Sjimkent tekur um 20 klukkustundir.

Almenningsgarðar breyta

Kengbaba-garðurinn breyta

Í miðbænum er vinsæll garður sem nefnist Kengbaba-garðurinn. Þar er alltaf mikið um fólk sem er að viðra sig og víða börn að leik. Í garðinum eru svæði sem eru nefnd eftir löndum, eins og t.d. litla-Egyptaland, litla-Túrkistan o.s.frv. Í garðinum er lítil tjörn og kaffihús og stór leikvöllur þar sem börn stunda knattspyrnu.

Fantasy World breyta

Fantasy World er líka frægur garðurinn sem liggur rétt hjá Hotel Shimkent. Þetta svæði er mjög frægur fyrir ungar fólk og í kvöldinu það er mikið fólk sem fara þarna. Það er skemmtastaður í Fantasy World líka. Fantasy World er frægt í öllu landinu í Kasakstan, það er í Almaty og Astönu líka.

Þjóðernishópar breyta

Markverðir staðir breyta

  • Sögusafnið
  • Bazaar (Markaður)
  • Museum of Repression
  • Afganistan striður minnisvarði
  • Arboretum (ДендроПарк á rússnesku)
  • Nárús (Mars) Hátið
  • Al-Farabivöllur
  • Mega: Verslanamiðstöð
  • Kengbaba (kz. Кең баба) Garður

Vinabæir breyta

  Stevenage, England

Myndagallerí breyta

Tenglar breyta