Simpsonfjölskyldan

bandarískur sjónvarpsþáttur
(Endurbeint frá Simpsonsfjölskyldan)

Simpson-fjölskyldan (enska The Simpsons) eru bandarískir teiknimyndaþættir eftir Matt Groening. Þættirnir hófu feril sinn í sem stuttar teiknimyndir í Tracey Ullman-þáttunum 1987 en urðu að 22 mínútna löngum þáttum sem voru sýndir á Fox í Bandaríkjunum 1989. Þættirnir gera oft grín að bandarísku þjóðinni, sjálfum sér eða öðrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Fjölskyldan samanstendur af bráða fjölskylduföðurnum Homer Jay Simpson, skynsömu móðurinni Marjorie (Marge) Simpson, prakkaranum Bartholomew (Bart) Jojo Simpson, hinni gáfuðu og feimnu Lisu Marie Simpson og kornabarninu Margret (Maggie) Simpson. Fjölskyldan býr að Evergreen Terrace 742 í Springfield.
Á Íslandi var Simpsonfjölskyldan fyrst sýnd í sjónvarpi 7. janúar árið 1991.[1] Fyrstu árin voru þættirnir sýndir á RÚV, en árið 1998 tók Stöð 2 þá til sýninga og hafa þeir verið sýndir þar síðan.[2]

Simpsonfjölskyldan
Simpsonfjölskyldan.
Einnig þekkt semThe Simpsons
TegundTeiknimynd
Búið til afÝmsir
ÞróunJames L. Brooks
Matt Groening
Sam Simon
LeikstjóriÝmsir
KynnirFOX
RÚV (1991–98)
Stöð 2 (frá 1998)
TalsetningDan Castellaneta
Julie Kavner
Nancy Cartwright
Yeardley Smith
Hank Azaria
Harry Shearer
Höfundur stefsDanny Elfman
UpphafsstefThe Simpsons
LokastefThe Simpsons
TónskáldAlf Clausen
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða31
Fjöldi þátta665
Framleiðsla
Aðalframleiðandi20th Television
Gracie Films
FramleiðandiAl Jean
Lengd þáttar20-24 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFOX
MyndframsetningSD: 4:3, 480i/576i (1989–2009)
HD: 16:9, 720p (frá 2009)
HljóðsetningStereo
(1989–91)
Dolby Surround 2.0
(1991–2009)
5.1 Surround Sound
(frá 2009)
Sýnt17. desember 1989
Tímatal
UndanfariThe Simpsons Shorts
Tengdir þættirThe Tracey Ullman Show
Futurama
Tenglar
Vefsíða

Upphafið

breyta

Matt Groening hafði áður gert teiknimyndasögur sem hétu Life in Hell og vöktu þær athygli James L. Brooks sem vildi gera þær að innslögum í þætti Tracey Ullman. Groening vissi ekki hvort að þættirnir um Life in Hell yrðu vinsælir, þannig að á nokkrum mínútum teiknaði hann truflaða fjölskyldu og hafði ekki tíma til þess að finna upp almennileg nöfn. Þess vegna nefndi hann persónurnar eftir fjölskyldu sinni: Homer, Margret, Lisa og Maggie en ákvað að nú væri þetta of augljós nöfn svo að hann nefndi strákinn Bart (stafarugl af enska orðinu brat sem þýðir óþekktarormur). Fyrsti þátturinn fór í loftið 1987. Teiknimyndirnar nutu mikilla vinsælda og 1989 komu Matt Groening, James L. Brooks og Sam Simon saman og ákváðu að gera 30 mínútna langa þætti um Simpson-fjölskylduna. FOX samdi um 13 þætti og átti að sýna fyrsta þáttinn (Some Enchanted Evening) í október. Þátturinn þótti hins vegar svo lélegur að yfirmenn FOX frestuðu frumsýningu hans og létu David Silverman, einn af teiknurunum, hreingera þáttinn. Þeir byrjuðu á Simpsons Roasting on an Open Fire, sem var frumsýndur 17. desember 1989 og sýndu Some Enchanted Evening seinast í þáttaröðinni, um vorið 1990.

Fleiri þáttaraðir

breyta

Eftir vinsældir fyrstu þáttaraðarinnar vildi FOX semja um fleiri þáttaraðir. Nú þurfti að ráða nýja teiknara og höfunda til að ná þeim fjölda þátta sem FOX vildi. Í þriðju þáttaröð urðu AL Jean og Mike Reiss, gamalreyndir Simpsons-höfundar, þáttastjórnendur og framkvæmdastjórar. Árið 1992 hætti Klasky-Csupo-fyrirtæknið að stjórna teiknivinnslu þáttanna svo að ráða þurfti nýtt fyrirtæki. Fyrir valinu varð Film Roman og vinnur við þættina enn þann dag í dag. AL Jean og Mike Reiss hættu eftir fjórðu þáttaröðina ásamt mörgum öðrum rithöfundum út af álaginu en AL Jean og Mike Reiss voru að byrja að vinna að nýjum teiknimyndaþætti: The Critic. David Mirkin var ráðinn 1993 eftirmaður þeirra og þurfti að ráða nýja rithöfunda, þ.á m. David X. Cohen (einn af höfundum Futurama-þáttanna (1999 - 2004)). David Mirkin vann að fimmtu og sjöttu þáttaröðinni og eftirmenn hans voru gamlir Simpsons-höfundar, Bill Oakley og Josh Weinstein, og unnu þeir við sjöundu og áttundu þáttaröðina. Annar Simpsons-höfundur, Mike Scully, tók við Oakley og Weinstein og vann við þáttaraðir 9 til 12, en aðdáendum þáttanna var illa við stjórnartíð Mikes Scully. Á eftir honum tók Al Jean við þrettándu þáttaröð og vinnur enn við þættina.

Persónur

breyta

Leikarahópur

breyta

Aðalleikarar

breyta

Aðalraddleikarar Simpsons eru sex:

  • Dan Castellaneta (Homer, Grandpa, Krusty, Barney, Groundskeeper Willie, Kodos, Sideshow Mel, Gil, lögfræðingur Burns, Squeaky-Voiced Teen)
  • Julie Kavner (Marge, Patty og Selma);
  • Nancy Cartwright (Bart, Nelson, Kearney, Ralph, Todd);
  • Yeardly Smith (Lisa);
  • Hank Azeria (Chief Wiggum, Moe, Apu, Carl, Dr. Nick Riviera) og
  • Harry Shearer (Ned Flanders, séra Lovejoy, Mr. Burns, Mr. Smithers, Kent Brockman, Dr. Hibbert, Skinner, Lenny, Kang, Marvin Monroe, Otto).

Dan og Julie unnu við Tracey Ullman þættina og Matt var neyddur að nota þau. Síðan voru Nancy Cartwright og Yeardly Smith valdar til verksins. Harry Shearer var ekki ráðinn fyrr en í fyrstu þáttaröðinni. Hank var gestaleikari þangað til í 3. þáttaröð.

Aukaleikarar

breyta

Aukaleikarar eru líka í Simpsons og tala oft fyrir nokkrar persónur. Helstu eru:

Síðan koma oft fram frægir gestaleikarar og listinn er yfir hundrað en helstu eru: Joe Montagna (Fat Tony); Albert Brooks (ýmsar persónur); Kelsey Grammer (Sideshow Bob); Phil Hartman (Lionel Hutz og Troy McClure (1990-98)) og Jon Lovitz (ýmsar persónur en oftast Artie Ziff).

Teiknimyndagerð

breyta

Simpson-fjölskyldan var lengi vel teiknuð og hreyfð á gamla mátann (1989-2002) - tækni sem kallast Cel Animation. Fyrst eru samin handrit og þau endurskrifuð oft. Síðan gerir teiknimyndaleikstjórinn myndasögu út frá handritunum. Síðan talsetja leikararnir og leikstjórinn og teiknararnir hlusta á spólu með hljóðinu og búa til Animatic sem grófhreyfð teiknimynd. Síðan senda þeir þennan animatic ásamt leiðbeiningum til Suður-Kóreu þar sem þættirnir eru fullkláraðir á glærur sem kallast cel. Oftast eru 2-3 glærur fyrir einn ramma (persóna, persóna 2 og bakgrunnur). Síðan taka þeir þetta upp á upptökuvél og koma hreyfingunum saman. Síðan er þetta sent til Bandaríkjanna og þeir fínnpússa þáttinn, klára að stilla hljóðbrellurnar og raddsetninguna og koma honum í loftið. Þetta ferli tekur 9 mánuði. Árið 2002 byrjuðu þeir að lita þættina í tölvu en nú eru þeir eingöngu unnir í tölvu. Helstu leikstjórarnir eru David Silverman, Mark Kirkland, Jim Reardon, Rich Moore, Wes Archer og Nancy Kruse.

Handritsskrif

breyta

Yfir 20 rithöfundar vinna við Simpsons. Hver og einn rithöfundur sendir oftast inn handrit eða hugmynd að þætti. Handritið er síðan endurritað af öllum ef þess þarf, stundum bætast við bráðfyndnir brandarar sem ekki voru í upphaflega handritinu. Stundum stingur einhver upp á sögu en er ekki við til að skrifa handritið, þannig að annar rithöfundur fær söguna. Kímnin er aðallega svört og oft eru daglegir hlutir ýktir og þeir skopstæla oft fréttir, sjónvarpsþætti, kvikmyndir eða stjórnmál. Helstu rithöfundarnir eru John Swartzwelder, Ian Maxton-Graham, Ron Hauge, George Meyer og Jon Vitti.

Tilvísanir

breyta
  1. DV 7. janúar 1991, bls. 38
  2. DV 6. janúar 1998, bls. 38