Julie Kavner
Julie Kavner (fædd 7. september 1950) er bandarísk leikkona og skemmtikraftur sem er þekktust fyrir að tala fyrir Marge Simpson í The Simpsons-teiknimyndaþáttunum og hefur meðal annars hlotið Emmy-verðlaunin fyrir það. Hún talaði einnig fyrir mömmu Tímons í Tímon og Púmba og fleira. Hún hefur einnig leikið í mörgum af kvikmyndum Woody Allen.