Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn - Hvert einasta lag

Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Sigrún Jónsdóttir lagið Hvert einasta lag með K.K. sextett og sextettinn leikur I'll remember April. Sextettinn skipa Kristján Kristjánsson hljómsveitarstjóri, Ólafur Gaukur Þórhallsson, Gunnar Ormslev, Kristján Magnússon, Einar Jónsson, Pétur Urbancic og Björn Ingþórsson. Þeir tveir síðastnefndu spila í sínu laginu hvor. Ólafur Gaukur útsetti Hvert einasta lag og Kristján Kristjánsson útsetti I'll remember April. Rangur plötumiði var á annarri hlið plötunnar (óvíst hvort svo var á öllu upplaginu) en hér er sýndur réttur miði. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.

Sigrún Jónsdóttir og K.K. sextettinn
Bakhlið
IM 18
FlytjandiSigrún Jónsdóttir, K.K. sextettinn
Gefin út1953
StefnaDægurlög
ÚtgefandiÍslenzkir tónar

Lagalisti

breyta
  1. Hvert einasta lag - Lag - texti: Moose, Charlap - Eiríkur Karl Eiríksson - Hljóðdæmi
  2. I’ll remember April - Lag: De Paul