Sigrún Hrólfsdóttir
Sigrún Inga Hrólfsdóttir (f. 2. maí 1973) er íslensk myndlistarkona. Hún vinnur aðallega með teikningu, málverk, gjörninga og innsetningar.
Sigrún er ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins / The Icelandic Love Corporation árið 1996, ásamt Eirúnu Sigurðardóttur og Jóní Jónsdóttur. Sigrún nam myndlist á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti frá 1990-1993, við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1993-1996 og Pratt Institute í New York frá 1996-1997. Hún lauk MA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2016. Sigrún er deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands frá árinu 2016.
Verk hennar og Gjörningaklúbbsins hafa verið sýnd í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, ARoS[1], Amos Andersson Museum í Helsinki og MoMA í New York. Árið 2007 vann Sigrún ásamt Gjörningaklúbbnum búninga og kynningarefni fyrir Björk á plötunni Volta. Sigrún býr og starfar í Reykjavík.