Sigríður J. Friðjónsdóttir
íslenskur lögfræðingur og ríkissaksóknari
Sigríður J. Friðjónsdóttir (f. 1961) er ríkissaksóknari Íslands. Hún tók við embættinu 4. apríl 2011 og var skipuð af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra.[1]
Sigríður lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1986 og lærði til Breskra málaflutningaréttinda í University College London árið 1987.
Hún hefur verið saksóknari við embætti ríkissaksóknara frá 10. ágúst 1998, og var vararíkissaksóknari frá 1. september 2008.
Sigríður áminnti vararíkissaksóknara, Helga Magnús Gunnarsson árið 2024, fyrri ummæli sín í garð homma og hælisleitenda m.a.