Sigfús Egilsson (3. maí 16001673) var kennari og síðan skólameistari í Hólaskóla, prestur í Hofsþingum og síðast dómkirkjuprestur á Hólum í Hjaltadal.

Sigfús var sonur Egils Ólafssonar, prests á Bægisá, í Hofsþingum og síðast á Tjörn í Svarfaðardal, og fyrri konu hans Oddnýjar Sigfúsdóttur. Hann var heyrari á Hólum frá 1631 til 1638 en varð þá skólameistari og gegndi því starfi til 1644. Það ár var hann vígður prestur að Hofi á Höfðaströnd og þjónaði Hofsþingum til 1660. Þá fór hann aftur að Hólum, varð þar dómkirkjuprestur og gegndi því embætti til dauðadags.

Fyrri kona Sigfúsar var Vilborg Erlendsdóttir en hún dó af barnsförum 1644 og áttu þau ekki barn sem lifði. Sigfús giftist aftur Ólöfu Sigfúsdóttur og voru börn þeirra séra Egill í Glaumbæ, sem var skólameistari á Hólum um tíma, séra Jón á Ríp og Oddný, kona Gísla Eiríkssonar lögréttumanns á Höskuldsstöðum í Breiðdal.

Heimildir

breyta
  • „Skólameistaratal á Hólum í Hjaltadal. Norðanfari, 33.-34. árgangur 1882“.