Sigölduhraun (TH-f) er í flokki Tungnárhrauna. Það er að öllum líkindum komið frá gígaröð sem mótar fyrir í Vatnaölduvikrinum um 1 km vestan við Vatnaöldur innri nálægt Veiðivötnum. Það er mjög hulið yngri hraunum og vikri en sést þó hér og hvar á yfirborði og víða í borholum. Það er í botni Sigöldulóns (Krókslóns) og tekur nafn sitt af því. Það sést við Rangárbotna og þar hefur Sölvahraun runnið út á það. Það er í farvegi Þjórsár við Tröllkonuhlaup og myndar norðurbakka árinnar frá ósi Bjarnalækjar og niður fyrir Þjófafoss. Þar sést að gjóskulagið H4 liggur ofan á hrauninu. Tota úr hrauninu sést austan við Rangá og nær allt niður á móts við Galtalækjarskóg. Lengd hraunsins miðað við upptök vestur af Vatnaöldum innri er 65 km, flatarmálið er áætlað 200 km² og rúmmálið um 3,4 km³. Aldurinn er talinn um 6200 ár.

Kort af Sigölduhrauni.

Heimildir

breyta